Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 40
anna og tengist nýrri kynslóð), gaf fyrstur út ljóðabók, þar sem hann sleppti algerlega við- teknum reglum íslendinga í ljóðagerð (Þorp- ið, 1946) og er þar samkvæmur þeim viðhorf- um sem mótazt hafa hjá honum sjálfum gagn- vart ljóðinu. Verkið er einstætt í íslenzkum bókmenntum, og nú er flestum orðið ljóst að svo samrunnið er formið efninu í þeirri bók að engin leið er að hugsa sér hana öðruvísi en hún er. Stundum þykjast menn hafa uppgötvað það að skáld séu í vanda, viti ekki hvar þau eigi að standa, hvert stefni o.s.frv. Hvað menn eiga við með þessu er ekki vel skiljanlegt. Að sjálf- sögðu geta skáld verið í vanda, að sjálfsögðu vita skáld ekki hvar þau eiga að standa (að minnsta kosti ekki alltaf, nema leigupennar kannski) og að sjálfsögðu hafa þau ekki hug- mynd um hvert stefnir. Þó vita bókmennta- fræðingar það enn síður. Ég segi ekki að þeim sé endilega fyrirmunað að geta vitað eitthvað um það. En til þess þyrftu þeir sennilega að fá sér góð gleraugu. Fáránlegust eru ef til vill þau sjónarmið, sem fram koma, þegar menn fara að þvarga allt að því heimspekilega um gagnrýni eða ádeilu í skáldskap og meta skáldskapinn eftir því, þ. e.a.s. menn lyfta jafnvel leirburði upp í hæð- irnar og meta hann sem stórkostlegur skáld- skapur væri, ef þeir hafa fundið í honum „ádeilu" í samræmi við skoðanir þeirra sjálfra, því ef þeir reka sig á gagnrýni á skoðunum þeirra sjálfra, þá breytist sjónarmiðið um leið, verkið er ekki lengur gott vegna gagnrýni eða ádeilu. Sífelld krafa um ádeilu í skáld- skap leiðir til þess, að menn vilja helzt að skáldskapur sé eitthvað annað en hann í rauninni er. Það hefur einnig komið ótvírætt í ljós varðandi sagnagerð, að í augum þessara manna er algert aukaatriði hvort skáldsaga er vel eða illa skrifuð, ef þar er hægt að finna ádeilu eða eitthvað sem menn geta talið sjálf- um sér trú um að sé ádeila. Þá er allt gott. Höfundurinn getur þá afsakað hvaða hroða sem er, ef einhverjum þykir verk hans ekki nógu vandað: Hvað er þetta, góðu menn, sjáið þið ekki svínaríið í kringum ykkur, spilling- una, spillinguna? Ég er ádeiluhöfundur. Ég er ekki eins hrifinn af naflanum á mér og þið af ykkar nöflum. Þið getið horft á naflann. Ég er að deila á þjóðfélagið. Ég sit hinsvegar ekki í fílabeinsturni eins og þið. Ég þekki svo sem orðtakið l’art pour l’art, haldið þið að ég sé ómenntaður? (Nei, það má ekki láta halda að maður sé ómenntaður.) Ég segi listin fyrir lífið. Fyrir LÍFIÐ. Þannig getur sá höfundur talað sem hefur bein í nefinu til að halda því fram að tilgang- urinn einn skipti máli, en ekki listaverkið sjálft. Orðtakið „Listin fyrir lífið“ getur þá 38 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.