Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 39

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 39
og meira en breyting á ytra borði, þótt árás- irnar á nýja skáldskapinn hali ekki hvað sízt miðast við það að saka skáldin um, að þau hafi ekki hirt um neitt nema umbúðirnar, og þá finnst mönnum víst að hægt sé að líkja ljóð- inu við til dæmis köku, vonda eða góða, sem vafin hafi verið innan í misjafnlega góðan umbúðapappír. Verður þá að álykta að þeir hafi ekki viljað bragða á kökunni af því að þeim hafi ekki þótt umbúðapappírinn nógu fínn, því um umbúðirnar hafa Jreir mest tal- að, og á þær vantaði rósabönd ríms og stuðla. Þarna er í rauninni verið að saka skáldin um hugmyndir sem eru árásarmannanna sjálfra, því það eru Jreir en ekki skáldin sem vilja sífellt aðskilja form og innihald, en fyrir skáld- in rennur þetta meira saman í eitt, innihaldið verður form og form verður innihald. Það er í rauninni ekki hægt að taka mark á mönnum sem ætla almenningi að trúa því að skáldin telji Jrað „sáluhjálparatriði“ að ort sé án ríms og' stuðla, eins og Kristinn E. Andrésson læt- ur sér sæma að bera á borð. En skrif manna um atómljóð hafa verið rugl- mgsleg og mótsagnakennd, skýr hugsun látin víkja fyrir móðursýki. Menn hafa þótzt geta skrifað um nýja skáldskapinn án Jress að hafa kynnt sér hann gaumgæfilega og ekki hirt um annað en sanna sínar skoðanir, að þær einar væru réttar. Þannig hefur ljóðstafasetning þótt hæfilegt sönnunargagn, með því mátti sanna að ljóð væri ekki ljóð, ef stuðlar fundust ekki, og síðan saka skáldin um að þau teldu rímleysi sáluhjálparatriði. En ef menn kynna sér gaumgæfilega verk atómskálda, eldri og yngri, reka þeir sig á þá staðreynd að skáld- in hafa einmitt verið furðulega fastheldin á þessi hefðbundnu einkenni íslenzkrar ljóða- gerðar, og fá Jjeirra hafa getað eða viljað losa sig alveg við þau. Þetta hefur opnað augu æ fleiri fyrir því, að breytingin sem orðið hefur í ljóðlistinni, er fólgin í öðru en stuðlun eða ekki stuðlun, þótt bókmenntafræðingur eins og K. E. A. reyni enn að viðhalda þeirri blekk- ingu, að skáldin hafi tekið að einblína á form- ið, gerzt fjandsamleg samfélaginu (aðrir orða það: hættuleg íslenzkri menningu) og þar fram eftir götunum. Vegna nýrra viðhorfa til skáldskapar hefur mörgum ljóðskáldum síðari ára hérlendis að sjálfsögðu verið nauðsynlegt að losa um þá Ijötra ríms og stuðla sem íslenzkur kveðskap- ur var í reyrður. Þannig bregða skáldin oft fyrir sig frjálsum háttum, þótt ljóðstafasetn- ingu sé haldið. Breytt viðhorf til sjálfs yrkis- efnisins hafa óhjákvæmilega í för með sér nýja yrkingarhætti. Jón úr Vör, sem jafnan er talinn brautryðjandi í nýju ljóðlistinni (og er að minnsta kosti eins konar tengiliður milli gamals og nýs, hefur í sér kynslóð kreppuár- 8IRTINGUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.