Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 17
ert rúm til að fjalla um dulspekilegar skoðanir
Artauds um togstreitu góðs og ills þar sem
hið góða er viðleitni á ytra borði, stefna vilj-
ans til að ná niður í djúpið þar sem illskan
býr og beizla hana og hemja með mætti sköp-
unarinnar forminu.
Þessi fáu orð gefa litla hugmynd um viðhorf
Artaud sem hafa orkað á marga hina
fremstu leikhúsmenn og blásið þeim í brjóst
margvíslegar nýjar hugmyndir til þess að gera
leikhúsið og list þess að virkari þátttakanda í
andlegu lífi og auka á nauðsyn þess.
Leikhúshugmyndum Artauds má kynnast af
bók hans Le theatre et son double, hún
kom út fyrst 1938. Hann talaði um að sprengja
sig í gegnum málið sprengja sig gegnum vana-
hugtökin til þess að ná snertingu við lífið.
Draumar hans voru stórir og ógæfa hans mik-
il, hann var 9 ár á geðveikrahælum, og hann
sá fátt rætast af draumunum þó ýmsir miklir
leikhúsmenn samtíma honum væru snortnir af
skoðunum hans svo sem einsog Jean Louis
Barrault og bókmenntamenn einsog André
Gide. Hann dó 1948 en núna á síðustunni
hefur endurvaknað margefldur áhugi á þess-
um leikhúshugsjónum og kemur fram í ýms-
um stöðum svo sem hjá Peter Weiss og nafna
hans Brook og í Póllandi hjá Grotovskí í mag-
íska leikhúsinu eða seiðleikhúsinu sem var í
Opole en er nú í háskólaborginni Wroclaw,
frá því var sagt í Birtingi í fyrra. Þessi nöfn
sem ég nefndi núna eru öll meðal þeirra sem
ber hæst í leikhúsinu í dag. Leikritið Marat/
Sade er einmitt skrifað undir miklum inn-
blæstri frá Arthaud. Peter Weiss hefur orðið
fyrir áhrifum frá öðrum höfundi sem er eigin-
lega andstæða Arthauds og hinna magísku við-
horfa hans. Það er Brecht sem kveikti kenning-
una um verfremdung, eða framandhrif: leik-
arinn á ekki að sefja áhorfendur né seiða held-
ur vekja gagnrýni þeirra. Weiss hefur tekizt
að spenna saman þessa ólíku heima og skapa
sér sjálfstæðar aðferðir til að túlka sinn heim.
Margir tala um hann sem merkasta höfundinn
sem hafi komið fram að undanförnu.
Faðir Weiss var verksmiðjueigandi einsog fað-
ir Brechts. Sem betur fór var dálítið Gyðinga-
blóð í honum en það hefur nú aldrei þótt
spilla gáfunum enda Gyðingar löngum hat-
aðir af aulum og einhömum mönnum sem
geta ekki fylgt eftir sveiflunum í margslungnu
sálarlífi. Fjölskyldan flýði Þýzkaland 1934, þá
var Weiss 18 ára. Hann hefur talað um að
hugsunin hafi oft leitað á sig: hvað varð af
hinum gömlu félögum og vinum? Hvað störf-
uðu þeir í stríðinu, var kannski einhver þeirra
að hinum háleitu störfum í fangabúðunum?
hvað um sjálfan mig, þýzkan mann? hvernig
hefði ég brugðizt við? Þessar spurningar hafa
vakið margt fram í skáldskap Peter Weiss.
birtingur
15