Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 23

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 23
BRAGI ÁSGEIRSSON: hugleiðingar um myndlist ^orvalds skúlasonar Af öllum þeim fjölda myndlistarsýninga, sem við áttum kost á að sjá á liðnu ári, eru einungis fáeinar, sem koma lifandi fram úr undirvit- undinni, þegar litið er um öxl, því þær hafa þrengt sér dýpra en aðrar og eignazt fastan sess, hafa orðið tilefni margbrotinna hugleið- inga og hrært við dýpri kenndum. Tvær sýningar, er ég sá á verkum Þorvalds Skúlasonar á s.l. ári, sem eru tilefni þessara hugleiðinga minna, eru ótvírætt í þessum flokki — og það var ánægjulegt að fá þær báðar, því að iangt var síðan mönnum hafði gefist kostur á að sjá sýningu frá hans hendi. Fyrir þá sem hafa áhuga á málverkinu sem slíku, sem andlegu gildi, sýndi sýning Þorvalds í Bogasalnum greinilega að hann er enn í dag vakandi fyrir þeim sannindum, að breytileg viðhorf krefja jafnan rúms nýjum og skýrari skoðunum á öllum vígstöðvum myndlistar- tnnar. Þorvaldur sýndi þar aðeins nýjar mynd- lr eins og hann gerir raunar alltaf, sumar voru SVo fersklega málaðar að hrif þeirra voru sem nýrra ávaxta. í huga minn koma upp samtímis •nyndir eins og t.d. „Bjart rými“ og „Hvít hirta“ til áréttingar þessu. Þyngri og veiga- meiri verk voru á sýningunni, en ég nefni þessar vegna þess hve þær voru málaðar af fá- gætum léttleika og voru þó í ramma traustr- ar byggingar. Þær eru á allan hátt athyglisverðar og þó ekki kæmi annað til en að þær koma frá hendi þess íslendings, sem lengst og mest hefur glímt við hin ströngustu form myndflatarins. Listafélag menntaskólans gekkst fyrir yfirlits- sýningu á verkum Þorvalds, þó í þiöngu formi væri og ófullkomnu, því myndir hans frá ýms- um tímabilum vantaði og Þorvaldi engin skil gerð sem teiknara. En þetta var afar falleg sýning og þeim til sóma er að henni stóðu, og fróðlegar svipmyndir af ferli Þorvalds gat þar að líta. Engin þreytumerki voru sjáanleg í myndum Þorvalds frá þessu tímaskeiði mikillar grósku er hann hafði stýrt til mikilla ágæta. Því er til að svara, að hann var þegar farinn að mála óhlutlægt fyrir stríð og verður að skoða þetta í ljósi þeirra tíma og þeirra umbrota, er þá voru í hámarki í heiminum og upplausn og snöggbreytingar fylgja jafnan í kjölfar. Verk sín frá þvi tímabili varð hann að yfirgefa á flótta frá Frakklandi. Þá eru flestar þær mynd- ir, sem hann gerði á árunum 1944—'46 i Dan- mörku. Það er mikil eftirsjón að þessum mál- verkum, en maðurinn var þó sjálfur íslenzkri myndlist mikilvægari. Eftir heimkomuna tók Þorvaldur að mála „fígúratívar“ myndir á ný vegna þess að hann vildi, eftir langa fjarveru komast á ný í samband við íslenzka náttúru og litbrigði hennar. Þetta stórfallega og mikils- verða tímabil í list hans, og um leið í list þjóð- BIRTINGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.