Birtingur - 01.01.1968, Síða 23

Birtingur - 01.01.1968, Síða 23
BRAGI ÁSGEIRSSON: hugleiðingar um myndlist ^orvalds skúlasonar Af öllum þeim fjölda myndlistarsýninga, sem við áttum kost á að sjá á liðnu ári, eru einungis fáeinar, sem koma lifandi fram úr undirvit- undinni, þegar litið er um öxl, því þær hafa þrengt sér dýpra en aðrar og eignazt fastan sess, hafa orðið tilefni margbrotinna hugleið- inga og hrært við dýpri kenndum. Tvær sýningar, er ég sá á verkum Þorvalds Skúlasonar á s.l. ári, sem eru tilefni þessara hugleiðinga minna, eru ótvírætt í þessum flokki — og það var ánægjulegt að fá þær báðar, því að iangt var síðan mönnum hafði gefist kostur á að sjá sýningu frá hans hendi. Fyrir þá sem hafa áhuga á málverkinu sem slíku, sem andlegu gildi, sýndi sýning Þorvalds í Bogasalnum greinilega að hann er enn í dag vakandi fyrir þeim sannindum, að breytileg viðhorf krefja jafnan rúms nýjum og skýrari skoðunum á öllum vígstöðvum myndlistar- tnnar. Þorvaldur sýndi þar aðeins nýjar mynd- lr eins og hann gerir raunar alltaf, sumar voru SVo fersklega málaðar að hrif þeirra voru sem nýrra ávaxta. í huga minn koma upp samtímis •nyndir eins og t.d. „Bjart rými“ og „Hvít hirta“ til áréttingar þessu. Þyngri og veiga- meiri verk voru á sýningunni, en ég nefni þessar vegna þess hve þær voru málaðar af fá- gætum léttleika og voru þó í ramma traustr- ar byggingar. Þær eru á allan hátt athyglisverðar og þó ekki kæmi annað til en að þær koma frá hendi þess íslendings, sem lengst og mest hefur glímt við hin ströngustu form myndflatarins. Listafélag menntaskólans gekkst fyrir yfirlits- sýningu á verkum Þorvalds, þó í þiöngu formi væri og ófullkomnu, því myndir hans frá ýms- um tímabilum vantaði og Þorvaldi engin skil gerð sem teiknara. En þetta var afar falleg sýning og þeim til sóma er að henni stóðu, og fróðlegar svipmyndir af ferli Þorvalds gat þar að líta. Engin þreytumerki voru sjáanleg í myndum Þorvalds frá þessu tímaskeiði mikillar grósku er hann hafði stýrt til mikilla ágæta. Því er til að svara, að hann var þegar farinn að mála óhlutlægt fyrir stríð og verður að skoða þetta í ljósi þeirra tíma og þeirra umbrota, er þá voru í hámarki í heiminum og upplausn og snöggbreytingar fylgja jafnan í kjölfar. Verk sín frá þvi tímabili varð hann að yfirgefa á flótta frá Frakklandi. Þá eru flestar þær mynd- ir, sem hann gerði á árunum 1944—'46 i Dan- mörku. Það er mikil eftirsjón að þessum mál- verkum, en maðurinn var þó sjálfur íslenzkri myndlist mikilvægari. Eftir heimkomuna tók Þorvaldur að mála „fígúratívar“ myndir á ný vegna þess að hann vildi, eftir langa fjarveru komast á ný í samband við íslenzka náttúru og litbrigði hennar. Þetta stórfallega og mikils- verða tímabil í list hans, og um leið í list þjóð- BIRTINGUR 21

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.