Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 36
JÓN ÓSKAR: BÓKMENNTIR OG KREDDUR í greinarkorni sem ég skrifaði fyrir ári reyndi ég að bera blak af kynslóð skálda sem dæmd hafði verið dauð og ómerk í ritsmíð nokkurri, (Kristinn E. Andrésson: Bókmenntaárið 1965, Tímarits máls og menningar 1. hefti 1967) um leið og nokkur ný verk í skáldsagnagerð voru upp hafin til mótvægis þeim vesaldómi sem hjá svo nefndum atómskáldum hafði ríkt, að dómi ritsmíðarhöfundar. Nú liefur birzt ný grein (raunar tvær greinar undir einu heiti: íslenzk ljóðagerð 1966 eftir Kr. E. A., Tímarit m. og m. 2. og 3. h. 1967) og vildi ég af því tilefni enn reyna að koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum, einkum þar sem ofannefnd rit- gerð virðist ekki til þess fallin að varpa ljósi á hlutina, en gæti ruglað fólk enn meira í ríminu heldur en orðið er. Ég vil fyrst taka það fram, að það er ekki ég sem hef gefið þeirri skáldakynslóð sem for- dæmd var í grein Kristins nafnið atómskáld. Það orð notaði Kristinn sjálfur í grein sinni (þótt hann vilji nú nota þetta orð um öll is- lenzk nútímaskáld sem yrkja með nýjum að- ferðum). Nú er sagt, að ég vilji takmarka þessa nafngift við scx skáld, „og fcr þá að þrcngjast hópurinn", segir Kristinn E. Andrésson, eink- um þar sem ég taldi ekki upp með þessum sex Jón úr Vör, sem menn hafa kallað höfuðfor- sprakka atómskáldanna, og ekki Jóhann Hjálmarsson, sem menn hafa kallað helzta lærisvein atómskáldanna. Hér er misskilning- ur á ferðinni. Ég taldi upp þau sex skáld sem nafngiftin átti við upphaflega og voru af þeirri kynslóð sem Kristinn hlaut að eiga við í grein sinn, ef taka átti orð hans bókstaflega. Ég vildi taka af öll tvímæli um það við hverja væri átt. Það hefur verið nóg gert af því að skrifa um atómskáld eins og þar færu höfuðféndur íslenzkrar menningar, án þess þó að fólk hafi verið upplýst um það hverjir þessir óttalegu menn væru. Það er óþarfi (fyrir Kristin og aðra) að undrast þótt ég teldi ekki Jóhann Hjálmarsson vera af þeirri kynslóð sem að ofan greinir. Hitt er annað mál, að ýmsir hafa gerzt lærisveinar atómskáldanna fyrr- nefndu að meira eða minna leyti, svo sem Matthías Jóhannessen, Jóhann Hjálmarsson, Þorsteinn frá Hamri og fleiri. Það sem menn héldu að væri stundarfyrirbæri hefur haft var- anleg áhrif á íslenzka ljóðagerð. Hvort fólki kann að íinnast heitið atómskáld eiga vel við um skáld atómaldar sem yrkja i nútímastll, skiptir ekki máli i því sandwndi. Hitt er eng- inn efi, að þegar almenningur talar um atóm- kveðskap hefur liann litla hugmynd um livað það er. Og ástæðurnar sem til þess liggja eru ekki einungis þær að skáldskapurinn sé orðinn utan og ofan við veruleikann eða óskiljanleg- ur. Það er ómaksins vert að reyna að gera sér grein fyrir þessu núna þegar augu fleiri og 34 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.