Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 41
orðið honum einskonar hentugt meðal til að gera sig vinsælan. En í rauninni er listin auka- atriði fyrir hann, þar sem hann virðist ekki hafa trú á henni, að hún hafi í sjálfu sér, ein og óstudd, gildi fyrir mannkynið. hessi sjónarmið, sem birta ótrú á listinni, og kunna stundum að vera sprottin af getuleysi hjá skáldum og ákveðinni kröfu um gagnsemi lijá stjórnmálamönnum og þjónum þeirra, hafa leitt menn misjaflega langt út í öfgar. En hve langt menn geta með þessu móti komizt út í ófæruna sést bezt á því að unnt skuli vera að boða íslendingum þá speki í bók- menntaskrifum á síðari hluta tuttugustu ald- ar (svo sem í grein Kristins E. Andréssonar: ís- lenzk Ijóðagerð) að enginn geti orðið mikið skáld nema hann aðhyllist ákveðna stjórnmála- skoðun, þ.e.a.s. sósíalisma. Og nú verður þetta jafnvel enn fáránlegra, þegar við athugum að ntenn eru ekki sammála um hvað kalla beri sós- íalisma í raun, og greinarhöfundur getur ekki átt við annað en skoðanir hans sjálfs á því, llVað sé sósíalismi, en þær eru á þá lund, eftir því sem bezt verður vitað, að sósíalismi sé það sem undanfarið hefur verið framkvæmt í Moskvu, þar sem rithöfundar hafa hver af öðrum verið teknir fastir, jafnvel haldið heilt ár í fangelsi, án þess mál þeirra kæmi til dóms, °g þeir síðan dæmdir í allt að sjö ára þrælk- onarvinnu fyrir að skrifa ádeilu. Auðvitað gæti maðurinn eins sagt: Hver sá sem ekki að- hyllist fasisma, getur ekki orðið mikið skáld. Hvort sósíalismi hlýtur í reynd að verða sama og fasismi, eins og orðið hefur sums staðar, það er ástæða til að menn rannsaki, en kemur ekki við þessari grein. Hitt vona ég að menn sjái, að þegar höfundar fara að yrkja og skrifa til að þóknast valdhöfum eða stjórnmálamönn- um eða öðrum áhrifamönnum, þá lyftir það ekki skáldskapnum að jafnaði, en getur í mörgum tilvikum dregið hann algerlega nið- ur í svaðið. Þessi orð mín hafa vitalega engin áhrif á þá, sem telja sig vita öllum öðrum betur um sögu mannkynsins, fortíð og fram- vindu, gildi allra hluta innst sem yzt. Ofsatrú- armenn sannfærir enginn með rökum. Tvímælalaust má fallast á það (sem fram kem- ur í ritgerð Kristins um ljóðagerðina og hjá öðrum), að nauðsynlegt væri að skrifa ræki- legar en gert hefur verið um nýja skáldskapinn og gera sér betur grein fyrir hvað um er að ræða. En til þess dugar ekki að vitna eingöngu í ritsmíðar kreddumanna (Aragon, Brecht o.s.frv.), sem hafa sínar kreddukenningar um það hvernig skáldskapur eigi að vera. Flest hefur fleiri hliðar en menn ætla við ónákvæma athugun. Má í því sambandi minna á, að Aragon var einn kreddufastasti súrrealisti áð- ur en hann varð kreddufastur kommúnisti. En það er nú svo um skáld, að þótt þau bíti BIRTINGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.