Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 26
_>r Þorvaldur Skúlason: Tcikning, 1942 Eftir Þorvald liggur töluvert af svartlist, en mikið mun þó vera erlendis, sýnishorn þeirrar hliðar á list hans má finna í Njálu og Grettlu í útgáfu Helgafells. Línan hefur leikið létt í hendi Þorvalds í þann tíma og er skaði að hann skyldi ekki fá fleiri tækifæri til að njóta sín á þessu sviði. í rissmynd úr gamalli skissubók Þorvalds, sem fylgir þessari grein sjáum við greinilega ríka tilhneigingu til einföldunar, samþjöppunar og rökréttrar niðurröðunar flata til að byggja upp sterka heild. Hún er greinilega gerð af sama manninum og geometr- isku myndirnar á næstu síðum og brúar þann- ig bil til aukins skilnings. Léttleiki línunnar í teikningum Þorvalds frá fyrri tímum t.d. í Grettlu og Njálu fylgir honum í málverkinu jafnvel hinum nýjustu. Nú teiknar hann sem sagt eingöngu í málverkið, en við skynjum við nánari athugun einkenni sömu sálar bak við hönd listamannsins. Þannig verða hlutir manni augljósir, sem annars gengi ver að melta án hjálpar teikningarinnar. Þar sem fyrri sýningin bar vott um að formin í myndum Þorvalds eru orðin mýkri og fyllri en > fyrr, þá færði hin seinni okkur heim sanninn um, hve víðtæka tjáningarmöguleika hann, ásamt fleirum, opnaði íslenzku málverki með frumkvæði sínu. Segja má að þeir hafi tengt íslenzka myndlist þeim straumum, sem efst á baugi voru í list nútímans og gefið tóninn 24 BIRTINGUR J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.