Birtingur - 01.01.1968, Side 26

Birtingur - 01.01.1968, Side 26
_>r Þorvaldur Skúlason: Tcikning, 1942 Eftir Þorvald liggur töluvert af svartlist, en mikið mun þó vera erlendis, sýnishorn þeirrar hliðar á list hans má finna í Njálu og Grettlu í útgáfu Helgafells. Línan hefur leikið létt í hendi Þorvalds í þann tíma og er skaði að hann skyldi ekki fá fleiri tækifæri til að njóta sín á þessu sviði. í rissmynd úr gamalli skissubók Þorvalds, sem fylgir þessari grein sjáum við greinilega ríka tilhneigingu til einföldunar, samþjöppunar og rökréttrar niðurröðunar flata til að byggja upp sterka heild. Hún er greinilega gerð af sama manninum og geometr- isku myndirnar á næstu síðum og brúar þann- ig bil til aukins skilnings. Léttleiki línunnar í teikningum Þorvalds frá fyrri tímum t.d. í Grettlu og Njálu fylgir honum í málverkinu jafnvel hinum nýjustu. Nú teiknar hann sem sagt eingöngu í málverkið, en við skynjum við nánari athugun einkenni sömu sálar bak við hönd listamannsins. Þannig verða hlutir manni augljósir, sem annars gengi ver að melta án hjálpar teikningarinnar. Þar sem fyrri sýningin bar vott um að formin í myndum Þorvalds eru orðin mýkri og fyllri en > fyrr, þá færði hin seinni okkur heim sanninn um, hve víðtæka tjáningarmöguleika hann, ásamt fleirum, opnaði íslenzku málverki með frumkvæði sínu. Segja má að þeir hafi tengt íslenzka myndlist þeim straumum, sem efst á baugi voru í list nútímans og gefið tóninn 24 BIRTINGUR J

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.