Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 24

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 24
 Þorvaldur Skúlason: Teikning við Grettissögu, 1946 22 arinnar allrar, eigum við sem sagt að þakka þeirri áráttu Þorvalds að sökkva sér niður í hlutina. í ljósi þessara staðreynda verður stökkbreytingin skiljanlegri og er í rauninni ekkert einsdæmi meðal ágætra málara. Þau umbrot, sem eiga sér stað innra með myndlist- armönnum koma ekki endilega strax í ljós í verkum þeirra, heldur geta þau átt sér langan aðdraganda allt þar til listamaðurinn finnur sig knúinn til að brjóta allar brýr að baki og snýr sér af alefli að hinu nýja gildi. Umskiftin geta því orðið snögg og því auðveldlega orkað sem órökrétt stökkbreyting og ruglað leikan sem lærðan. Allt er þetta háð skaphöfn við- > komandi listamanna, hrifnæmi þeirra og sjálfs- trausti eða gagnstæðum eigindum. í langan tíma var París, og þar með Frakkland, miðstöð heimslistarinnar. Fátt þótti gott nema það hefði fengið viðurkenningu þar. Nú er þetta breytt — lífæð listarinnar nær nú um stærra svið. Það er nú einnig mikilsvert að fylgjast vel með því, sem er að gerast í London, New York, Sao Paulo og á öllum hinum miklu listsýningum hvarvetna. Myndlistin er alþjóð- > legri en nokkru sinni fyrr, og hefur þó síður en svo glatað þjóðlegum einkennum sínum. Það er t.d. mikill munur á amerískri og franskri nútímalist, svo dæmi sé tekið. Þetta stærra svið er mjög jákvætt myndlistinni — það þvingar listamenn til sjálfstæðara mats á hlutunum og BIRTINGUR J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.