Birtingur - 01.01.1968, Page 24

Birtingur - 01.01.1968, Page 24
 Þorvaldur Skúlason: Teikning við Grettissögu, 1946 22 arinnar allrar, eigum við sem sagt að þakka þeirri áráttu Þorvalds að sökkva sér niður í hlutina. í ljósi þessara staðreynda verður stökkbreytingin skiljanlegri og er í rauninni ekkert einsdæmi meðal ágætra málara. Þau umbrot, sem eiga sér stað innra með myndlist- armönnum koma ekki endilega strax í ljós í verkum þeirra, heldur geta þau átt sér langan aðdraganda allt þar til listamaðurinn finnur sig knúinn til að brjóta allar brýr að baki og snýr sér af alefli að hinu nýja gildi. Umskiftin geta því orðið snögg og því auðveldlega orkað sem órökrétt stökkbreyting og ruglað leikan sem lærðan. Allt er þetta háð skaphöfn við- > komandi listamanna, hrifnæmi þeirra og sjálfs- trausti eða gagnstæðum eigindum. í langan tíma var París, og þar með Frakkland, miðstöð heimslistarinnar. Fátt þótti gott nema það hefði fengið viðurkenningu þar. Nú er þetta breytt — lífæð listarinnar nær nú um stærra svið. Það er nú einnig mikilsvert að fylgjast vel með því, sem er að gerast í London, New York, Sao Paulo og á öllum hinum miklu listsýningum hvarvetna. Myndlistin er alþjóð- > legri en nokkru sinni fyrr, og hefur þó síður en svo glatað þjóðlegum einkennum sínum. Það er t.d. mikill munur á amerískri og franskri nútímalist, svo dæmi sé tekið. Þetta stærra svið er mjög jákvætt myndlistinni — það þvingar listamenn til sjálfstæðara mats á hlutunum og BIRTINGUR J

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.