Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 8
leikurum, eins og raunar kemur í ljós, e£ litið er á aðferðina, sem notuð er við inntöku nýrra nemenda. „Inntökuprófið“ felur nefnilega í sér mánaðardvöl við leikhúsið, og á þeim tfma getur umsækjandinn myndað sér vel rök- studdar skoðanir á vinnuaganum og kröfum þeim, sem hann verður að gera til sjálfs sín og gert sér þannig grein fyrir alvöru og eðli ákvörðunar sinnar. Þótt segja megi með sanni, að þjálfun leikar- ans feli í sér áframhald á kenningum Stani- slavskis að vissu marki (og tengist þannig gamalli hefð), þá ríkir hér töluvert annar skilningur á afstöðu leikarans til hlutverks sfns og á markmiði sýningarinnar í heild en hjá Stanislavski. Hér er nefnilega ekki leit- azt við að flytja eitthvert leikrit á jafn við- eigandi, auðskilinn og áhrifaríkan hátt og unnt er, heldur er reynt að nota leikritið — eða eínhvem annan leikrænan texta — sem undirstöðu undir algerlega frjálsa sviðræna sköpun, leikræna framvindu, sem getur verið eitt til eitt og hálft ár að mótast og þar sem alls konar hljóð, sveiflur og kröftugar hreyf- ingar á leiksvæðinu eru jafnmikilvægar og orðin. Þá er hlutverk það, sem túlka skal, lagt til grundvallar sjálfskönnunar leikarans, þar sem hann reynir að verða sér meðvitandi um viss sálaröfl og kenndir, sem venjulega eru duldar undir yfirborðinu og búa í sér- hverjum manni, og síðan reynir hann að ná valdi á þeim og birta þær áhorfendum. Ber- sýnilega er þetta áhættusamur línudans milli kvalafullrar opinberunar sjálfsins og inni- legrar túlkunar á almennum eiginleikum og hér hvílir þung ábyrgð á leikstjóranum, sem hefur umsjón með leikurunum og leiðbeinir þeim með gætni í hinni daglegu þjálfun. Nú kann einhver að segja: Allt, sem fjallað hefur verið um hér að framan snýst um tækni leikarans, útlit leiksvæðisins, afstöðuna til textans o.s.frv. En svo vikið sé frá þessum formsatriðum: Hvert er markmið þessarar leiklistar, hvaða vilji er það, sem knýr flokk- inn áfram, hvaða lífsviðhorf og skoðun á stöðu nútímamannsins býr hér á bak við? En það væri ógjörningur að aðgreina þessar mikilvægu og áleitnu spurningar frá atriðun- um, sem snerta tækni og tjáningaraðferðir leikarans, því að tæknin og tjáningaraðferð- irnar fela í sér lífsviðhorfið og afstöðuna til mannlegra aðstæðna, sem spurt var um, sem sjá má af því, að úr þeim skín brennandi þörf fyrir að brjóta á bak aftur ýmsar þjóðfélags- venjur og fyrirmyndir, sem við höfum sætt okkur við steinþegjandi og kannski óafvitandi. Vesturlandabúar, sem nú á dögum líta næst- um á líkamann sem eitthvert óhlutstætt fyrir- brigði, sem öðru fremur þarf að þrífa og mata, verða ef til vill hneykslaðir og komast í upp- 6 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.