Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 20

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 20
marquis, hinn guðlega markgreifa, hafði stjórnað leiksýningum sjúklinga á geðveikra- hælinu Charenton þegar hann var vistmaður þar. Þá hugkvæmdist Weiss að láta de Sade semja og stjórna leiksýningu um morðið á Marat þar sem sjúklingar færu með hlutverk- in. Hæli þetta var ekki eingöngu notað lil að hýsa geðveikt fólk heldur voru þarna geymdir ýmsir sem voru illa þokkaðir af valdhöfunum eða þóttu óheppilegir á almannafæri siðferði- lega eða pólitískt, þetta hafa fleiri ríki tíðkað. Þarna eru líka menn haldnir margvíslegum tegundum geðveiki, menn plagaðir af taum- lausum kynórum, glæpamenn og fávitar. En Weiss er ekki að sýna okkur geðveikrahælið sem siíkt heldur þátt ofbeldisins í sögunni, sýna okkur ýmsar myndir þess í viðburðum heimsins, geðveikrahælið Charenton er tákn veraldarinnar með þeim öflum sem ákvarða örlög okkar. Blöndun veruleika og ímyndun- ar. Hinir geðveiku fara með hlutverkin í leik- ritinu inni í leikritinu sem hvað speglar annað og stundum verða skilin óljós, sjúklingurinn greinir ekki á milli hlutverksins í leik de Sade sem hann hefur lært utanað og hins hlutverks- ins sem liann var { áður. Vandi leikarans er mikill í þessu verki þar sem hann á að Ieika mann með truflaðan huga í æði skekinni ver- öld sem leikur annan mann sem á að bera fram skarphugsaðar athugasemdir og hug- sjónamál stundum. Leikritið er á þremur plönum tímans: 1793 í trylltu umróti frönsku stjórnarbyltingarinnar þegar ógnaröldin ríkti og fallöxin og hæstiréttur múgsins, tími Marat sem var ein af aðalpersónum stjórnarbylting- arinnar þar til Charlotte Corday myrti hann í baði sínu og frá því segir leikur Sade, leikur- inn inni í leiknum. — Næsta plan: 1808, þá á leiksýning markgreifans að fara fram í geð- veikrahælinu, þá ríkir Napóleon sem hófst með byltingunni, með því að svíkja hana og setja sjálfan sig á stól veldis og krýna sig sem keisara. Fulltrúi hans og siðhræsninnar í skjóli valdsins er Coulmier, forstöðumaður hælisins sem situr með sínum gestum á palli og gætir þess að góðum siðum sé ekki spilt á þann hátt sem geti ógnað valdinu. Og er óþreytandi að benda á að allt sem fari aflaga tilheyri liðnum tíma og núna er allt í ljóma Napóleons í mik- illi andstöðu við það sem við sjáum fyrir aug- um okkar. Og reyndar sé huggunin ef ein- hverju sé ábótavant núna að við getum treyst því að í framtíðinni verði lífið áhyggjulaust og ,,þó vér fáum ennþá eitt stríð mun enn á ný blasa við oss sigursins tíð,“ einsog segir í hinni íslenzku þýðngu Árna Björnssonar mag- isters. Þriðja planið er 1967 það ár sem þetta leikrit er sýnt okkur, það ár sem leikritið er sýnt hverju sinni. Það er sú Charenton eða sá 18 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.