Birtingur - 01.01.1968, Síða 20

Birtingur - 01.01.1968, Síða 20
marquis, hinn guðlega markgreifa, hafði stjórnað leiksýningum sjúklinga á geðveikra- hælinu Charenton þegar hann var vistmaður þar. Þá hugkvæmdist Weiss að láta de Sade semja og stjórna leiksýningu um morðið á Marat þar sem sjúklingar færu með hlutverk- in. Hæli þetta var ekki eingöngu notað lil að hýsa geðveikt fólk heldur voru þarna geymdir ýmsir sem voru illa þokkaðir af valdhöfunum eða þóttu óheppilegir á almannafæri siðferði- lega eða pólitískt, þetta hafa fleiri ríki tíðkað. Þarna eru líka menn haldnir margvíslegum tegundum geðveiki, menn plagaðir af taum- lausum kynórum, glæpamenn og fávitar. En Weiss er ekki að sýna okkur geðveikrahælið sem siíkt heldur þátt ofbeldisins í sögunni, sýna okkur ýmsar myndir þess í viðburðum heimsins, geðveikrahælið Charenton er tákn veraldarinnar með þeim öflum sem ákvarða örlög okkar. Blöndun veruleika og ímyndun- ar. Hinir geðveiku fara með hlutverkin í leik- ritinu inni í leikritinu sem hvað speglar annað og stundum verða skilin óljós, sjúklingurinn greinir ekki á milli hlutverksins í leik de Sade sem hann hefur lært utanað og hins hlutverks- ins sem liann var { áður. Vandi leikarans er mikill í þessu verki þar sem hann á að Ieika mann með truflaðan huga í æði skekinni ver- öld sem leikur annan mann sem á að bera fram skarphugsaðar athugasemdir og hug- sjónamál stundum. Leikritið er á þremur plönum tímans: 1793 í trylltu umróti frönsku stjórnarbyltingarinnar þegar ógnaröldin ríkti og fallöxin og hæstiréttur múgsins, tími Marat sem var ein af aðalpersónum stjórnarbylting- arinnar þar til Charlotte Corday myrti hann í baði sínu og frá því segir leikur Sade, leikur- inn inni í leiknum. — Næsta plan: 1808, þá á leiksýning markgreifans að fara fram í geð- veikrahælinu, þá ríkir Napóleon sem hófst með byltingunni, með því að svíkja hana og setja sjálfan sig á stól veldis og krýna sig sem keisara. Fulltrúi hans og siðhræsninnar í skjóli valdsins er Coulmier, forstöðumaður hælisins sem situr með sínum gestum á palli og gætir þess að góðum siðum sé ekki spilt á þann hátt sem geti ógnað valdinu. Og er óþreytandi að benda á að allt sem fari aflaga tilheyri liðnum tíma og núna er allt í ljóma Napóleons í mik- illi andstöðu við það sem við sjáum fyrir aug- um okkar. Og reyndar sé huggunin ef ein- hverju sé ábótavant núna að við getum treyst því að í framtíðinni verði lífið áhyggjulaust og ,,þó vér fáum ennþá eitt stríð mun enn á ný blasa við oss sigursins tíð,“ einsog segir í hinni íslenzku þýðngu Árna Björnssonar mag- isters. Þriðja planið er 1967 það ár sem þetta leikrit er sýnt okkur, það ár sem leikritið er sýnt hverju sinni. Það er sú Charenton eða sá 18 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.