Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 48

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 48
band þeirra er haldið sektartilfinningu. Eng- in skýring er gefin á slysinu, en Antonioni einbeitir sér að tilfinningatengslum þeirra og innra lífi. Hinir sigruðu (I Vinti, 1952) er kaflamynd, sem átti að sýna sameiginlegan lífsleiða og til- gangsleysi hjá æskufólki í Frakklandi, Ítalíu og Englandi. Þrátt fyrir góða dóma gagnrýn- enda fékk hún heldur óblíðar móttökur yfir- valdanna og hefur aðeins verið sýnd niður- skorin á Ítalíu; kannski engin furða, því að Antonioni var ekkert að skafa af hlutunum: t.d. fjallar enski þátturinn um ungan rithöf- und, sem myrðir aldraða gleðikonu, „upp- götvar“ morðið og selur siðan dagblöðunum sögu sína. Kona án blóma (La Signora senza camelie) er næsta mynd Antonionis, en þar er sagt frá ungri afgreiðslustúlku, sem verður á skömm- um tíma þekkt kvikmyndastjarna, en hefur ekki getu til að standa undir nafninu. Af- greiðslustúlkan, sem lengi hefur þráð þennan „stjörnuheim“ finnur nú aðeins tómleika og lífsleiða. Antonioni bendir hér á, að stétta- mismunurinn sé óupprætanlegur. Upphaflega var Ginu Lollobrigidu boðið aðalhlutverkið, en hún hafnaði því, þar eð saga afgreiðslu- stúlkunnar líktist mjög hennar eigin ævi. Sophia Loren kom næst til greina, en hún var upptekin um það leyti. Var loks leitað til Luciu Bosé, sem hafði áður farið með veiga- mikið hlutverk í Ástarsögu. 1955. Vinkonurnar (Le Amiche). Stíll An- tonionis er farinn að mótast og hann nær betri tökum á efninu. Antonioni lætur betur að túlka sálarlíf kvenna, og að þessu sinni fjall- ar hann einmitt um fimm vinstúlkur, líf þeirra og ástir. Kvikmyndin er gerð eftir sögu Cesare Pavese, Tra donne sole, en lífsskoðun hans virðist hafa haft mikil áhrif á Antonioni. Pavese sagði, að meginvanda- málið í lífi hvers manns væri, hvernig brjóta ætti af sér fjötra einmanaleikans og komast í samband við mannfólkið — og er það ekki ein- mitt viðfangsefni Antonionis í öllum hans myndum? Pavese framdi sjálfsmorð, 47 ára að aldri, og skildi eftir sig þessar línur: „Mað- ur fremur ekki sjálfsmorð aðeins vegna ástar sinnar á konu; heldur fremur maður sjálfs- morð vegna þess, að ást — hvers konar ást, af- Iijúpar okkur í nekt okkar og vöntun, van- mætti okkar og tómleika.” Einmitt þessi stað- reynd er niðurstaðan í næstu mynd Antonion- is, Hrópið (11 Grido), þar sem fjallað er um flótta mannsins frá fortíðinni, sem hann get- ur, þegar allt kemur til alls, ekki afmáð úr huga sínum, og tilgangslausa leit hans að betra lífi. Og svo kom Ævintýrið, fyrsta myndin í þrí- verkinu um einangrun nútímamannsins, 4 6 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.