Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 52

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 52
ina. í síðustu mynd þríverksins, Sólmyrkv- anum, ríkir meiri bjartsýni. Hún hefst á aðskilnaði tveggja elskenda. Vitt- oria (Monica Vitti) segir skilið við Riccardo (Francisco Rabal), en hann reynir árangurs- laust að endurvekja samband þeirra. Hún kynnist Piero (Alain Delon), ungum fjármála- manni, sem eltist við verðbréf í Kauphöllinni; lians heimur er peningarnir. Hann reynir að vekja ástir Vittoriu, en getur engan veginn fullnægt þeim kröfum, sem hún gerir til ást- arinnar. Samband þeirra virðist vonlítið. Und- ir lokin ákveða þau að hittast aftur. Síðustu mínúturnar eru nokkurs konar eftirmáli, þar sem Antonioni sýnir í mörgum atriðum yfir- gefin svæði, tómlegar byggingar, vélar og þög- ult mannfólk. í upphafi sjáum við stað þann, þar sem Piero og Vittoria höfðu mælt sér mót, en nú er svæðið autt. Síðan rekur hver tákn- myndin aðra. Maður kemur út úr strætis- vagni og heldur á vikublaði með forsíðufyrir- sögninni: Atómöldin. Að síðustu sjáum við nærmynd af daufum bjarma götulampans, er lýsir útí náttmyrkrið. Eftir að hafa gert þessa mynd, stóð Antonioni á krossgötum. Menn spurðu, hvað tæki nú við; Antonioni væri búinn að segja allt það, er honum bjó í brjósti. Rauða eyðimörkin (II Deserto Rosso, 1964) sannaði ótvírætt, að um enga stöðnun var að ræða í kvikmynda- þróun Antonionis. Efnislega var myndin hlið- stæð hans fyrri verkum, en formið hafði að nokkru skipt um svip; nú voru litirnir alls- ráðandi og þeir notaðir til að leggja áherzlu á inntak verksins. Söguþráðurinn: Ung húsmóð- ir (Monica Vitti) hefur lent í bílslysi og fengið taugaáfall. Hún er kvænt verkfræðingi, sem hún elskar ekki lengur. Hún kynnist öðrum verkfræðingi (leikinn af Richard Harris), sem kominn er til að aðstoða mann hennar. Hann vekur hjá henni nýjar tilfinningar, en getur með engu móti fullnægt þörfum hennar. Blow-Up (1966) er bylting í kvikmyndagerð Antonionis. Þar hefur þrennt verið nefnt til: 1. Antonioni einbeitir sér ekki eins mikið að innra lífi persónanna og tilfinningalegu sam- bandi þeirra, heldur er megináherzlan lögð á að skapa nýjan stíl. 2. Kona er ekki lengur í aðalhlutverkinu, heldur ungur og ístöðulaus atvinnuljósmyndari, en Antonioni sagði ein- hverju sinni, að hann tæki konuna fram yfir karlmanninn, þar eð hann skildi hana betur. „Ég held, að við getum komizt nær raunveru- leikanum með því að grandskoða sálarlíf kvenna. Þær láta meir stjórnast af eðlishvöt- inni og eru hreinskilnari." 3. Hin löngu og hægu atriði eru horfin; hinn nýi stíll ein- kennist af snöggum og stuttum atriðum. í Blow-Up fjallar Antonioni um hverful- leika mannsins, andlegan vanmátt og hið 50 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.