Birtingur - 01.01.1968, Page 3

Birtingur - 01.01.1968, Page 3
POUL VAD: UM ÓÐIN-LEIKHÚSIÐ Hvernig myndast nýjungar í listsköpun? And- spænis öflugu og sannfærandi sköpunarstarfi finnst mönnum stundum, að slíkt sköpunar- starf sé ekki aðeins nauðsynlegt heldur einnig sjálfsagt. Það er engu líkara en því hafi einmitt verið ætlaður þessi staður og stund, og það kemur okkur ekki á óvart vegna þess að það sé framandi (þó hér sé um að ræða ný undir- stöðuatriði og aðferðir) heldur frekar vegna þess að það fullnægir þörf, sem okkur hafði ekki verið ljós áður. Þótt við getum ekki graf- izt fyrir um orsakirnar, vitum við, að nýjung- ar í listsköpun byggjast ætíð á lifandi og stund- um óvæntu viðhaldi hefðar. Listamenn láta hver öðrum í té fengna reynslu, árangur bar- áttu og drauma, og jressi gagnkvæmu áhrif eru óháð stund og stað. Engu að síður finnst hverjum listamanni, að hann verði að móta listgrein sína frá rótum á hverjum degi. Það er rétt að benda á, að listrænn leiðbein- andi Óðin-leikflokksins, ítalski leikstjórinn Eugenio Barba hefur orðið fyrir djúpum og varanlegum áhrifum af hinum fræga leik- flokki Jerzy Grotowskis Teatr Laboratori- um 13 Rzedów í Wroclaw í Póllandi, sem hann nam hjá um árabil og segist standa í mikilli jDakkarskuld við. Þetta er líka ágætt dæmi um, að listrænar hugmyndir eru ekki nein „einkaeign“, heldur þvert á móti æski- legt að Jieim sé komið á framfæri við aðra, sem þær geta einnig reynzt örvandi. Benda má á hin gagnkvæmu og frjósömu samskipti meist- ara og lærisveina í myndlist miðalda og end- urreisnartímans þessu til skýringar. Óðin-leikflokkurinn (sem heitir í höfuðið á shamanístíska guðinum Óðni — Wotan) var stofnaður í Osló í september 1964 að frum- kvæði Eugenio Barba, sem dvalizt hafði árum saman í Noregi, og nokkurra leikara með Anne Trine Grimnes, Alida Grönneviig og Torgeir Wethal í fararbroddi. Skömmu síðar bættist Agnete Ström í hópinn og hefur síðan verið framkvæmdastjóri hans. Eftir rúmlega eins árs undirbúning sýndi flokkurinn í fyrsta skipti opinberlega Ornitofilerne (Fuglavin- ina), og fór með það verkefni í leikför um Norðurlönd. Eftir þessar sýningar flokksins varð mörgum ljóst, að norrænni leiklist hafði bætzt frumleiki og óbilgjörn listræn viðleitni, sem stóð í öfugu hlutfalli við stærð leikflokks- ins og J)á hæversku, sem það var ítrekað með, að einungis bæri að líta á þessa fyrstu leiksýn- ingu sem tilraun og sýnishorn af eins árs vinnu. Leikflokkurinn ákvað nú að segja skilið við Osló og setjast að í einhverjum fámennum bæ, og fyrir milligöngu velunnara, sem leikflokk- urinn hafði eignazt í Danmerkurförinni flutti hann 1966 til Holstebro, lítils bæjar á Vestur- Jótlandi með um 20 þúsund íbúa, sem hefur BIRTINGUR 1

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.