Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 5

Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 5
Hvsfreyjjcuz Reykjavík . ■ t . . 1- tölublað , „,, Utgefandi: Kvenfelagasamband Islands , |an.-marz 1966 17. argangur Hver er tilgangurinn? Nú þegar nýr árgangur þessa blaðs hefst, er rétt að leiða hugann að þvi, sem liðið er og hinu, sem koma skal. Á árinu, sem nú er liorfið í aldanna skaut, var stefna „Húsfrey junnar“ hin sama og undanfarin ár, enda í raun réttri bundin af reglugerð blaðsins, sem sam- þykkt var á landsþingi K. í. árið 1961. Þar er það fram tekið, að blaðið eigi að vera tengiliður milli K. 1. og sambanda og félaga úti um landið og eigi að flytja kon- um landsins fróðleik varðandi þeirra starfs- svið, svo og ýmiskonar efni, er megi verða til gagns og skemmtunar í tómstundum. Þessum tilgangi blaðsins hefur ritstjóm- in reynt að framfylgja með ýmsu móti. 1 fyrsta lagi befur þátturinn „Okkar á milli sagt“, verið opinn stjórn K. 1., þá er bún hefur viljað eitthvað segja við sam- böndin og félögin umfram það, sem fram kann að koma í tilkynningum og fundar- gerðum. Til kynningar milli félaganna inn- byrðis em fluttar frásagnir um störf ein- stakra félaga og sambanda víðs vegar um landið. Með þáttnm um mataræði, upp- skriftum af ýmsu matarkyns, prjónaupp- skriftum, o. fl. o. fl., befur verið leitazt við að veita fræðslu og á síðari ámm liefur með sjónabókinni verið reynt að vekja eftirtekt þjóðarinnar á menningarverðmæt- um þeim frá fyrri öldum, sem geymd em í hannyrðum formæðra okkar og að dónji, IIÚSFREYJAN ýmsra mætra manna era þess fullkomlega virði, að þeim sé gaumur gefinn. Skal það játað, að sú hefur verið og er trú ritstjóm- arinnar, að heimili og skólar þyrftu að taka höndum saman til að bagnýta sér þennan merka menningararf. Þá er óhætt að full- yrða, að Leiðbeiningarstöð húsmæðra hef- ur, síðan hún tók til starfa, átt drjúgan þátt í því, að senda frá sér nytsaman fróð- leik og leiðbeiningar. Um liið annað efni blaðsins: sögur, kvæði, frásagnir og greinar um ýmiskonar efni, má sennilega frekar deila, þó ritstjórnin hafi jafnan leitazt við að hafa það sem margbreytilegast, án þess þó að taka til fyrirmyndar í því efni skemmtirit nútím- ans. Fræðsla hefur þar einnig borizt, svo sem í greinum um uppeldi barna, með- ferð ungbarna og lijúkrun í lieimahúsiun. Vel má vera, að lesendum hafi þótt blað- ið einhæft og leiðinlegt, þótt kvartanir hafi ekki borizt ritstjórninni um það. En þeim, sem að svo líta á, skal á það bent, að rit- stjórnin á þar ekki ein sök á, heldur ligg- ur þetta þá ef til vill í því, að blaðinu er ætlað að fjalla um efni, sem kann að vera „leiðinlegt“ í sjálfu sér í augum margra lesenda, þ. e. félagsmál og húsmæðra- fræðslu. Þó mætti ætla, að húsmæðumar sjálfar litu öðram augum á hið síðar- nefnda. .. Framh. á bls. 16. ÍIioDOKASArN 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.