Húsfreyjan - 01.01.1966, Side 47

Húsfreyjan - 01.01.1966, Side 47
þessar konur kosnar til þess að viiuia með stjórn- inni til næsta landsþings 1967: Svafa Þorleifsdótt- ir og Jakobína Mathiesen. Ennfreinur var svohljóðandi tillaga samþykkt: 16. landsþing K. í. felur stjórninni að sækja til Alþingis, uin aukið fjárframlag til starfsemi K. í. og sambanda innan þess. Telur þingið sanngjarnt, miðað við ýmsar aðrar fjárveitingar og hækkanir, að K. 1. fengi kr. 1.000.000,00 (eina milljón króna) til starfscmi sinnar. Nú var klukkan orðin 12.30 og þingstörfum lokið. Formaður sleit þá þingi, þakkaði starfsmönnum þingsins vel unnin störf, fulltrúum ágæta meðferð mála og góða samvinnu á þinglnu, óskaði síðan öllum góðrar hcimkoinu. Jakohina Mathiesen þakkaði formanni, fyrir liönd fulltrúa, sanngjarna og röggsama stjórn í forsetasæti. Margar flciri kon- ur fluttu formaimi og stjórn þakkir fyrir ánægju- legt þing og góðan viðurgjörning þingdagaua, sér- staklcga þökkuðu þær heimsóknina að Hlikastöð- um fyrsta þingdaginn. Emma Hansen á Hólum í Hjaltadal flutti þakkir sínar í ljóðum. Var nú sezt að hádegisverði, en undir horðum ávarpaði frú Lilja Hjörnsdóttir skáldkona þingið og kvaddi síðan með þessu stcfi: „Mig hressir og gleður sú hainingjiistund að liafa nú komizt til ykkar á fund. Óskin cr hrennandi ykkur til lianda: alltaf þið leysið hvern þjóðfélagsvanda." t-t-t-tt-ts-tt-tt-t-t-ttt-tt-t-ttt-t-tt-t-tt-tttt-ttt-ttttt. Hulda: Endursend Blómstur og silki, litir og ljós. — Við liðum saman, þá lirundi rós úr liári mínu; þú greipst liana, sagðist geyma vilja, unz gröfin kalda þig ætti að hylja. Ég ldó — mér fannst þetta liirðmannstal; þó hirtir þú blóm eitt í gleðisal, það gleymast mundi. En fley, sem kom yfir fjarlægt ltaf, mér fölnuðu rósina aftur gaf. Ósnortin lund er oft létt og köld. Langt er síðan hið bjarta kvöld, þá saman við svifuin. Ég hugsaði aldrei um þá stund. Þú áttir rósina að dýpsta blund. Hrakfallabálkur Starfsmönnum við strætisvagna Lundúna- borgar er gert að skyldu að gefa skriflegar skýrslur, ef eittlivað ber útaf á starfsferli þeirra. Þar starfa margir blökkumenn frá Vestur-Indíum, sem kannski eru ekki allir sterkir í réttritun enskrar tungu, en skýrsla, sem einn hreingerningamaðurinn gaf, sann- ar, að liann kunni að lýsa atburðinum, þrátt fyrir að málfræði og stafsetning er ekki sem fullkomnust. Efni frásagnar hans er þetta: Þegar ég var að lireinsa á efri hæðinni í vagninum alla farmiðana og ruslið, þá er kassinn minn uppi, ég rek fótinn í kass- ann, ég skelli kassanum og ég skell með, alla leið niður. Þegar ég kem niður, þá skellir kassinn minn skúringafötunni minni. Ég fer upp og kústurinn minn er uppi og ég stíg á hann og ég renn og ég liendi kass- anum mínum niður. Ég fer upp og kústurinn minn er uppi og ég stíg á ltann og renn aftur og liinn fótur- inn á mér fer ofan í fötuna, sem er með vatni og ég dett aftur með fótinn í fötunni. Ég fer upp úr fötunni og ég fylli liana með vatni, ég læt liana á stigabrúnina og ég fer aftur niður til að ná í kassann minn og fara með liann upp á stigabrúninni þá klof- ast ég yfir fötuna, en fóturinn á mér er blautur af því ég fór í fötuna og ég renn og sezt í fötuna og ég dett aftur niður stig- ann og ég er meiddur. Ég fer að sækja aftur vatn í fötuna mína þegar herra Chandler segir liversvegna ertu að lireinsa minn vagn og ég ber liann með fötunni minni og ég biðst afsökunar. Var það nokkur furða, þó lionum yrði skapfátt? S. Tli. HÚSFREYJAN 48

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.