Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 37

Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 37
Þeytarar: Einungis þeytarar úr ryðtraustu stáli eru endingargóðir. Þræðimir þurfa að vera lóðaðir við skaftið (lielzt tréskaft) og fest- ir með linoðum. Þeytarar eru til með ólíku sniði. Þeytarar, sem eru eins og pemr í laginu, svokallaðir sósuþeytarar, em sér- lega lientugir til að þeyta með í pottum og skálum. Gormþeytarar em notaðir til að þeyta egg o. fl., og flatir þeytarar til að þeyta með á pönnu eða diski. Ef keyptur er lijólaþeytari verður að athuga að drif- hjólið sé haldgott. Hjólaþeytarar era lientugir til að þeyta rjóma og eggjahvítur. Pottasleifar: Sleif á að vera þver að framan, þá skefur liún stærri hluta af pottbotninum. Potta- sleifar eru einnig framleiddar úr plasti, þær eru þungar og mislitast, séu þær notaðar í ávaxtasaft eða þess háttar. Rifjárn og kvarnir: Rifjárn eiga lielzt að vera úr ryðtraustu stáli. Þau em endingarbetri og vitamínin í grænmetinu, sem rifið er á ryðtraustu rif- járni eyðileggjast síður en þegar notað er rifjárn úr öðrum efnum. Til eru einnig góðar grænmetiskvarnir, sem ekki eru mjög dýrar, en bezt er líka að þær væru úr ryðtraustu stáli. Kvörn eins og sýnd er á myndinni úr steyptu alúmíni má nota til að saxa í steinselju, smáskammta af spínati eða grænkáli, harðsoðin egg og jafnvel möndl- ur. Hér hefur ekki verið drepið á heimilis- vélar. Ræður fjárhagurinn mestu um það, livort heimilisvélar eru keyptar strax í byrjun búskapar. Oft er auðveldara að velja hentugar vélar, þegar fengin er ein- liver reynsla í heimilisrekstrinum. Heim- ilisvélar þarf að velja í samræmi við stærð fjölskyldunnar og húsmóðirin verður að læra notkunarreglurnar vandlega fyrir þær vélar, sem liún kaupir, svo að hún geti liagnýtt sér vélarnar út í æsar, ella er lítill vinnusparnaður í því fólginn að eiga þær. Hcimildir: Kökkcnbogcn eftir Ellen Astrup og Ellen M. Kel- strup Jensen. Godt værktöj til kökkcnet. Bækling- ur nr. 4 1963, gefinn út af Statens Husholdnings- r&d. Heimilisáhöld. Leiðbeiningar Neytendusam- takanna. HÚSFREYJAN SigríSur Haraldsdóttir. 33

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.