Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 18
Rœðumennskn
Af öllum þeim aðferðum, sem notaðar eru
til að veita mönnum hlutdeild í hugmynd-
um annarra, mun liið talaða orð einna á-
hrifaríkast. Margoft hefur sannast, að ræða,
sem er vel undirbúin og vel flutt, hefur
megnað að skapa áhuga og hafa áhrif á
skoðanamyndun manna í fjölmörgum mál-
um, fremur en nokkuð annað. Þessari stuttu
grein er ekki ætlað að kenna til hlýtar
ræðumennsku, hún er aðeins tilraun til að
veita þeim nokkra aðstoð, sem litla eða
enga æfingu liafa í því, að setja fram mál
sitt í ræðubúningi.
Undirbúningur rœ&unnar
Það er of seint að fara fyrst að hugsa um
ræðuefnið, þegar þú ert staðinn á fætur til
að tala. Áhrifin af ræðunni eru venjulega
í réttu hlutfalli við það, hve vel hún er
undirbúin.
Við getum öll talað — okkur skortir
ekki orð. En þegar tala á opinberlega,
skortir okkur stundum ljósar hugmyndir.
Ef við getum fest okkur í minni nokkrar
hugmyndir um efnið, þá koma orðin af
sjálfu sér.
Reynslan hefur sýnt, að gott er að undir-
búa ræðu á þann veg, sem hér segir:
1. Settu niður á blað í stuttu máli allar
hugmyndir þínar um efnið. Hugsaðu
hvorki um niðurröðun né mikilvægi
hverrar hugmyndar.
2. Næst skaltu raða þessum hugmyndum
saman á rökréttan hátt. Ef þetta er þín
fyrsta ræða, þá skaltu skrifa rækilega
um hvert atriði, en ekki leggja of mikla
áherzlu á orðavalið. Hugsunin er það,
sem máli skiptir. Þegar þessu er lokið,
þá ertu búinn að skapa ramma ræðunn-
ar og nú er vandinn ekki annar en að
koma öllum hugmyndunum til skila með
þínum eigin orðum og eðlilegu orðavali.
3. Lestu þessa punkta þína svo oft, að þú
14
sért viss um að muna þá, og muna þá
alla. Þegar þú stendur á fætur til að
tala, þá muntu aldrei vera í vandræðum
með að finna orð, ef hugmyndirnar eru
þér fastar í minni.
4. Æfðu þig á að halda ræðuna. Talaðu við
sjálfan þig, en hugsaðu livorki um
liandatilburði né stellingar. Einbeittu
þér að því, að setja hugsanir þínar fram
í réttri og skipulegri röð og gerðu þér
grein fyrir hve langan tíma ræðan muni
taka. Hafðu skrifuðu punktana lijá þér
þangað til þú flytur ræðuna.
5. Reyndu aldrei að læra ræðu orðrétta
utanbókar. Lærðu hugmyndirnar utan-
bókar og rökin fyrir þeim. Ef þú ætlar
að muna ræðu orðrétt og gleymir svo
einu orði, þá getur allt verið í voða.
Upphaf rœ&u
Upphafsorð ræðunnar skipta miklu máli.
Þau geta vakið áhuga eða slæft áhrif alls,
sem síðar er sagt. Því á að miða fyrstu orð-
in við það, að þau veki áhuga álieyrenda
og búi þá undir framlialdið. Hér fara á
eftir nokkrar ábendingar um heppilegt
upphaf ræðu.
1. Að segja stutta sögu af persónulegri
reynslu — mjög stutta.
2. Að byrja á dæmisögu — það nær atliygli
manna og líkist meir kunningjarabbi en
hátíðlegri ræðu.
3. Að spyrja spurningar. Þá getur þú sjálf-
ur svarað þínum eigin spurningum í
framhaldi ræðunnar.
Einnig getur verið hyggilegt að byrja
á:
4. Að greina frá tilefni ræðunnar, svo að
áheyrendur viti til livers þú hefur tekið
til máls.
5. Segja eitthvað, sem kemur fólki á óvænt.
6. Aðhafast eittlivað, sem þii skýrir sam-
tímis.
En umfram allt, byrja&u aldrei á því, a&
bi&jast afsökunar. Ef þú þarft að biðjast
afsökunar, annahvort af því, að þú liefur
ekki undirbúið þig nægilega vel, eða ert
ekki inni í málinu, þá ættir þú ekki að
taka til máls. Framli. á bls. 36.
HÚSFRETJAN