Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 17

Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 17
Apafélagið. Þau lögðu sinn skerf til sjálf- stæðisbaráttunnar með því að vinna á skrif- stofum, elda mat, fara í sendiferðir, hjúkra sjúkum, sauma og sitthvað fleira. Sá félags- skapur breiddist til fleiri borga en Alla- liabad, heimaborgar Indiru, en þar gerðust um sex þúsund börn þátttakendur. Indira var sett til mennta í heimavistar- skólum, fyrst í Poona, síðan í skóla þeim, er Tagore stofnaði í Santiniketan, og enn síðar í Sviss og Bretlandi. Hvar sem hún var við nám, tók liún mikinn þátt í félags- lífi stúdenta og einn brezkur blaðamaður skrifaði nú á dögunum, að í háskólanum í Oxford hafi hún gert allt það, sem vinstri sinnuðum námsmönnum þótti skylt að gera, nema ljúka háskólaprófi. Eftir að liún livarf lieim til Indlands, gerðist hún virkur meðlimur Kongress- flokksins og leið ekki á löngu þar til hún var tekin föst og sat í fangelsi 13 mánuði. Segja margir, að Jjað sé henni til framdrátt- ar nú. Enginn indverskur stjórnmálamaður sé talinn fullgildur, nema liann liafi sætt fangelsisvist hjá Bretum. Móðir hennar andaðist Jiegar Indira var á æskuskeiði og eftir að hún kom lieim, stjórnaði liún búi föður síns. En liún lét sér aldrei nægja bústjórnina eina saman. Hún ferðaðist vikum og mánuðum saman um hin fátæku sveitaþorp landsins og kenndi konunum Jjar liagnnýt störf, jafnliliða því, sem liún fræddi })ær um stjórnmál og hvatli }>ær til Jjátttöku í félagsmálum. Er Indland lilaut sjálfstæði og var skipt í Pakistan og Indland, urðu liryllilegar blóðsúthellingar vegna trúarbragðastyrj- ahlar. Þá kallaði Maliatma Gandlii Indiru til starfa í þeim liverfum Dellii, sem verst urðu úti. Hún hefur }>ví aldrei skirrst við að skipa sér J)ar til starfa, sem J)örfin hef- ur verið brýnust hverju sinni og hún hefur gegnt ábyrgðarstöðum innan flokks síns, setið á þingi og verið fulltrúi Indlands hjá a!J)jóðastofnunum. Það Idýtur að vekja athygli, að það er í Austurlöndum, sem konur gegna fyrst störf- um forsætisráðherra. Hin fyrsta var frú Bandaranaike á Ceylon og nú Indira HÚSFREYJAN Gandhi á Indlandi. Mörgum myndi hafa þótt líklegra, að sá atburður gerðist fyrr á Vesturlöndum, svo mjög sem við tölum um jafnrétti karla og kvenna. En á Indlandi Iiefur alltaf a. m. k. ein kona gegnt ráð- lierraembætti frá því })ar fóru fyrst fram þingkosningar og strax og þjóðin fékk sjálfstæði sitt, var kona skipuð sendiherra, en það var föðursystir Indiru Gandlii. Kon- ur liafa verið og eru landsstjórar í stórum fylkjum og þær eiga sæti í fylkisstjórnum og nú sitja 60 konur þar á þingi. Konur sitja í öllum sveitar- og borgarstjórnum og fjölmargar vinna í stjórnardeildum og í utanríkisþjónustunni. Samt eru ekki nema 13 konur af liverjum liundrað læsar. Ölliun er ljóst, að það verkefni, sem Ind- ira Gandhi tekst nú á við, er meðal allra erfiðustu viðfangsefna, sem nokkrum stjórnmálamanni í heiminum er falið. 1 Indlandi er nú mikil liungursneyð. Fátækt, menntunarskortur, ólík trúarbrögð og tungur, skapa lítt yfirstíganlega erfiðleika. Blaðamaður, sem átti tal við Indiru dag- inn áður en liún var kjörin forsætisráð- herra, segir, að hún liafi brugðist gröm við, er blaðamönnum var tíðrætt um, hvort liún væri kvenréttindakona. „Ég er mannleg vera“, sagði liún, og síðar: „Meginverkefni Indlands er að standa á eigin fótum. Mér er ekki um betlara“. Sami blaðamaður segir, að hún liafi lilotið kosningu vegna minniliáttar verðleika, vegna þess, að hún sé dóttir Nerhu, af því að liún, ein allra ráðherraefna, sé elskuð og J)ekkt um land- ið allt, af því, að liún sé alin upp við vest- ræna siöu, sé aðlaðandi og æskilegur full- trúi erlendis. En svo bætir hann við: En Indira Gandhi býr yfir stærri eiginleikum en })essum og það getur vel veriö, að Ind- land liafi hlotið einmitt þann leiðtoga, sem svo bráð þörf er fyrir. Lítt mun gæta áhrifa okkar íslenzkra kvenna á gang mála í liinu f jarlæga Ind- landi, en vel getum við árnað þeirri konu heilla og blessunar, sem tekizt hefur á herð- ar svo þungar skyldur, sem nú hvíla á Ind- iru Gandhi. S. Th. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.