Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 8

Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 8
mætt með nýrri sókn og átaki og sjóðir efldust. Ég minnist athugana á liúsakaupum, svo hægt væri að liefja rekstur spítalans, og fleiri úrræða, og að lokum samninga við ríkisstjórnina um þá lausn er hér við hlasir. Ég held að öllu betri lausn hafi ekki verið fáanleg. Þáttur Hringsins í stofnun barnadeildar er Iieldur ekki smár. Sú deild varð bein- línis til í sambandi við áðurnefndan samn- ing og Hringskonur lögðu deildinni til all- an búnað í upphafi og liafa síðar lagt henni árlega ýmis tæki og gjafir. Hringskonur liafa safnað miklu fé og oft leitað stuðnings þjóðarinnar, sem liefir ver- ið fús til að veita góðu máli lið, en frá öndverðu hafa þær fvrst og fremst gert kröfur til sjálfra sín, lagt fram ótriilega mikla vinnu og fjármuni. ITlutur hverrar einstakrar konu er hvergi skráður, enda ekki ætlazt til annarra launa, en þeirrar ánægju er gott starf veitir, en svo segir mér hugur að þeirra stundafjöldi samanlagt sé snöggt um hærri en sá stunda- fjöldi, sem farið hefir til byggingu spítal- ans, þó ærinn sé. Fyrir öll þeirra miklu störf, sé Hrings- konum heiður og þökk. í dag er lokið enn einum áfanga í starfi þessa gamla, en síunga félags. Ég veit að hér verður ekki staðar numið, næstu verk- efni bíða við dyrnar. Hringurinn hefir val- ið sér að stvðja við bakið á ungu kynslóð- inni -— verðugt verkefni konum — ég óska þeim gæfu og gengis með næsta áfanga. Ég minnist allra þeirra, sem í gleði og sorg lögðu bamaspítalasjóði lið með fjár- framlögum eða á annan hátt. Smáar og stórar gjafir voru jafnvel þegnar og gagn- legar. Þegar veggur er hlaðinn fylla stóm stein- amir mest, en smærri steinar og völur em óhjákvæmilegar, þeim til stuðnings, ef hleðslan á að vera traust, og hlutverk beggja verður jafn mikilvægt. Þeim 6tjómarvöldum og embættismönn- um, sem lagt hafa hönd á plóginn, hygg- ingamönnum, sem reist hafa þetta glæsi- 4 lega hús og öllum öðram er hlut eiga að máli færi ég beztu þakkir. — Barnaspítalar eiga sér ekki langa sögu meðal þjóða. Ekki eru nema rúmlega 100 ár síðan fyrsti barnaspítalinn var byggður á Norðurlöndum. En fyrsti barnaspítali Evrópu var byggður í Frakklandi nokkm fyrr. Hér á landi tók fyrsta bamadeildin til starfa 19. júní 1957, barnadeild Landspít- alans — og nokkra síðar barnadeild St. Josefsspítala og Akureyrarspítala. Allar þessar þessar deildir era yfirfullar af börn- um og hafa langa biðlista, svo í dag er erf- itt að skilja hvemig hægt var að komast af án þeina. Böm vora að vísu vistuð í spít- ölum áður, en þeir spítalar vora ætlaðir fullorðnu fólki og barnarúmum holað nið- ur á milli annarra rúma, en þegar bezt lét vora sérstakar bamastofur — barnsgráti og eðlilegum ærslum barna var misjafnlega tekið —- og spítalavist þeirra því heldur daufleg. Barnaspítali er hinsvegar ætlaður börn- um, þar sem eðlileg athafnaþrá, leikir og ærsl eiga heima. Reynt er að skapa böm- unum umhverfi og verkefni við þeirra hæfi, jafnframt því sem leitazt er við að ráða bót á sjúkdómum þeirra og kvillum. Á þann liátt er reynt að létta litlu sjúkl- ingunum okkar spítalavistina og draga úr söknuði, þegar þau verða að vfirgefa pabba og mömmu um tíma. Hlutverk harnaspítala er að sjálfsögðu fyrst og fremst að taka á móti hörnum, sem ekki verða læknuð í lieimahúsum og veita þeim þá þjónustu sem nútíma læknisfræði getur í té látið. Allt fram á þessa öld var þekking á barnasjúkdómum mjög í molum, en síðustu áratugina liefir orðið gjörbreyt- ing á, þekking á sjúkdómum barna og börn- um yfirleitt hefir aukizt með ótrúlegum hraða, svo að nú er það ekki á færi neins einstaks læknis að fylgjast með í öllum greinum. Barnasjúkdómafræðin er orðin ein af þremur aðal greinum læknisfræð- innar. Kunnátta og þekking í þessum fræð- um eru því skilyrði góðs árangurs, en ná skammt ef ekki er sýnd alúð og samvizku- HÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.