Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 21

Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 21
Frá Kvenfélagl Húsavfkur Kvenfclag Húsavíkur var3 70 ára þann 13. febrúar 1965. Afmælisins var iniunzt ineð sanisæti í sain- komuhÚ8Í Húsavíkur og sátu þar hátt á annað hundrað nianns í ágætum fagnaði. I afmælishófinu var rakin saga fclagsins, lesið var upp úr minningum, sein komið höfðu út í Hús- freyjunni, þegar fclagið var 60 ára, eii aukið við þá þætti starfssögu félagsinsins siðustu tíu árin. ÞesBÍ tíu ár hefur félagið haldið uppi sömu 8törfum og verið hafa á stefnuskrá þess mörg und- anfarin ár. Það hefur árlega haldið jólatrésskcmmt- un fyrir börn í bænum, og veitt þeim í sainbandi við hana. Nú befur bærinn vaxið svo, að húsakynni til skemmtanalialdsins eru orðin allt of lítil, hefur því orðið að lialda skemmtunina fjórum sinnum um liver áramót. Konurnar, scm að skemintunum þessum vinna gera það með svo mikilli ánægju, að unun er að. Nú er unnið að því að reisa félagsheimili i Húsa- vík og er Kvenfélag Húsavíkur aðili að því. Á fundi í félaginu 16. jan. 1962, var samþykkt, að fé- lagið lcgði fram V/2% af stofnkostnaði félagsheim- ilisins. Árið 1963 gaf félagið Húsavíkurkirkju teppi á kór hennar. Þegar kvenfélagið var 50 ára guf Július Havsteen sýslumaður því 2000,00 krónur til að stofna sjóð til ininningar uin konu sína, Þórunni Havsteen. Skal tekjum þess sjóðs vurið til líknar og styrkt- ar börnuin og unglingum i Húsavik. Félagið hef- ur nú aukið þennan sjóð með hciðursgjöf um þau sýslumannshjónin. Fjórum sinnum hcfur verið veittur styrkur úr sjóðnum. í mörg ár liafði Kvenfélag Húsavíkur leikvöll við gamla harnaskólann og kostaði þar stúlkur til að lita cftir börnunuin. Aðstaða var til þess að börnin gætu vcrið inni í skólastofu, þcgar slæmt var veður. Meðan barnaleikvöllurinn var starfrækt- ur bjá gumlu barnaskólanuin, liar kvenfélagið all- an kostnað af lionum. Þegar gamla skólahúsið var flutt, lugðist starfsemin niður í tvö ár og vakti það mikla óánægju i bænum. Þann 10. júlí 1963 tók til starfu dagheimili barna á vcgum Kvenfélags Húsavíkur. Þá liafði Húsavikurbær látið byggja mjög snoturt liús, „Grænavöll“, sem bann lánar fé- laginu cndurgjaldslaust í fjóra mánuði yfir suinarið. Nefnd, kosin af Kvenfélagi Húsavíkur, stjórnar dag- heiniilinu eða leikskólanum. Við dagheimilið hafa starfað þrjár stúlkur þrjú síð'ustu sumur. Það kom strax í ljós að húsakynnin á Grænavelli eru alltof lítil til að anna cftirspurn uin daglieimilisvist úr HÓSFREYJAN bænum. Vonir standa til þess, að úr því muni verða bætt á næstu árum. Að vetrinum er daglieimilishús- ið notað til tómstundaiðju fyrir æskufólk. Bærinn leggur til öll útileikföng handa dagheim- ilinu, en kvenfélagið innileikföng. Kvenfélagið sér einnig um fjóra opna leikvelli, sem dreifðir eru um bæinn. Þá starfsemi styrkir bærinn með ár- legu fjárframlagi. Þrjú síðastliðin sumur hefur félagið tekið upp þá nýbreytni, að bjóða því fólki í bænum, sem orðið er 70 ára og eldra, i eins dags skemmtiferð. Þær ferðir bafa tekizt mjög vel og gamla fólkið not- ið þeirra svo sem bezt verður á kosið. Bílstjórafé- lag Húsavíkur og einstakir menn liafa styrkt þessa starfsemi. Kvenfélagskonur hafa þann sið að koma saman í smáhópa á vorin og búa til blóm, sem seld eru á mæðradaginn, og er ágóðanum af sölunni varið til styrktar einstæðum mæðrum eða einstalclingum, sem þörf hafa fyrir glaðningu. Fyrir sex eða átta árum kom Kvenfélag Húsavik- ur því til leiðar í samstarfi við Verkakvennafélagið Von (sem nú er innlimað í Verklýðsfélag Húsa- víkur), að ráðin var hjálparsjúlka fyrir bæinn. Varð sú starfsenii mjög vinsæl í bænum. Nú er svo komið niáluni, að lijálparstúlkan cr koniin á föst laun lijá bæ og ríki, svo félögin þurfa ekki lengur að hafa umsjá með henni. í fyrra vor fóru tvær konur á vegum Kvenfélags Húsavíkur í heimsókn í Sjúkrahús Húsavíkur, fengu mann til að sýna sjúklingum litskuggamynd- ir og veittu þeim ávexti og rjóma. Þá skildu þær einnig eftir blóm frá kvenfélaginu í hverri stofu í sjúkrahúsinu. Þessari heimsókn var fjarskalega vel tekið, og sú hugsun hvarflar að aftur og aftur, livort kvenfélögin ættu ekki að gera meira að slikum heimsóknum. Á sjötiu ára afmæli Kvenfélags Húsavíkur sendi frú Þórdís Ásgeirsdóttir, sein lengst allra félags- kvenna liefur verið stjórnarfonnaður þess, eða í 25 ár, félaginu mjög lilýlegt og fallegt ávarp, það var síðasla kveðja hennar til félagsins, því hún andaðist í apríl 1965. Blessuð sé minning hennar. Kvenfélagið hefur gefið minningargjöf tnn liana í Menningarsjóð þingeyskra kvenna. Á síðari órum hefur það 6tundum hvarflað' í bug- ann, að það mikla óskabarn, sem kvenfélagið var fyrrum eigi tæplega jafn inikil ítök í liugum yngri kvenna og var í fyrstu. Allir liljóta þó að viður- kenna að framtíðarhugsjónir eigum við engu minni en fyrr, þó á öðrum vettvangi sé. Við vonum að konur í Húsavík haldi eins hugdjarfar upp á hundrað óra afmælið og þær gerðu á fimmtíu ára afmælinu, því þá virðist sem félagið liafi staðið í mcstuin blóma, miðað við stærð Húsavíkur. Kvenfélag Húsavíkur er í Kvenfélaga-sambandi S.-Þingeyinga og Kvenréttindafélagi íslands. Einn- ig styrkir það Blindravinafélag íslands og félaga- samtökin Vernd. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.