Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 24
Svona eru hœnsni brytjuS ni'Sur.
salvie eða klipptri steinselju ásamt salti
og pipar stráð yfir. Málmpappírinn vafinn
þétt utan um hænurnar og þær steiktar
við 180—200° í iy2—2 klst. Tekið varlega
utan af hænunum og það soð, sem kann
að vera í pappírnum, síað og notað í sósuna.
En meðan sósan er búin til er liænunum
brugðið undir glóð, svo falleg brúning
komi á þær.
Hreinsuðu og niðursneiddu sveppirnir
soðnir ásamt smátt skomum lauk í smjöri
og sítrónusafa í 3—4 mínútur. Þá er soði,
rjóma og víni hellt yfir, jafnað, soðið í 5
—10 mínútur.
Borið frani með soðnum kartöflum og
snittubaunum.
Hænsni með karry
1 hæna
1 laukur, eaxaður
4 msk smjör
3—4 msk hveiti
1 epli, saxað
6—7 dl hænsnasoð
Karrý
2 tómatar eða V2 dl
tómatkraftur
1 msk chutney
Safi úr V2 sítrónu
Soðin hrísgrjón
Hænsni fyllt með kjötdeigi
2 hænur, ungar
Salt, pipar, sítróna
Kjötdeig:
400 g saxað svínakjöt
4 sneiðar hveitibrauð
Salt, salvie, pipar
3 dl rjómabland
1 egg
10 sveppir
Innmaturinn
Steinselja
Sveppasósan:
250 g sveppir
1 Iaukur, Iítill
50 g smjör
3 dl djómi og soð
Salt, pipar
2 tsk sítrónusafi
3 dl hvítvín
Hveitijafningur
Hænan hreinsuð og soðin þar til hún er
meyr. Hænan skorin í falleg stykki. Smjör-
ið brúnað ásamt söxuðum lauknum og
eplinu, hænsnin brúnuð þar í, raðað upp
á fat jafnóðum og þau em brúnuð. Meira
smjöri bætt á pönnuna, ef með þarf. Karrý-
ið steikt með augnablik, áður en hveiti er
stráð yfir, sósan þynnt með soðinu, krydd-
uð vel með salti, pipar, karrý, tómat, chut-
ney og vel af sítrónusafa. Sósunni hellt yf-
ir kjötið, hrísgrjón í kring.
Hænsnin þerruð vel, núin með salti og
sítrónu.
KjötdeigÍS búið til úr fínsöxuðu kjötinu,
en með því hefur verið saxað hjörtu, lifur
og sarpur úr hænunum, einnig liveiti-
brauðið, sem legið hefur í bleyti í rjónia-
blandinu um stund. Eggi, kryddi og gróft
söxuðum sveppunum lirært saman við.
Kjötdeigið sett inn í hænumar, sem saum-
að er fyrir og bundnar upp.
Hænumar lagðar á tvöfaldan málm-
pappír, smurðan með bræddu smjöri;
Soðin hænsni
1—2 hænur
IV2 1 vatn
IV2 msk salt
6 piparkorn
2 negulnaglar
Lárberjalauf
2 laukar
3 gulrætur
Steinselja
Sósan:
3 insk hænsnafeiti
af soð'inu
3 msk hveiti
5—6 dl soð
(1 eggjarauð'a,
V4 dl djómi)
Krydd:
IV2 msk sítrónusafi
eða
% tsk karrý
eða
1—2 msk tóinatkraftur
Framh. á hls. 30.
20
HÚSFREYJAN