Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 20

Húsfreyjan - 01.01.1966, Síða 20
Til ungs manns Ungi maður! margt er hægt að vinna móður jörð til heilla á hverjum stað. Víða hægt er hamingjuna finna heillaríku starfi er gott að sinna og liafa takmark til að stefna að. Þú skalt ei leggja árar upp í hátinn þó aldan hækki og bátinn reki á sker. Reyndu að halda í horfið, vertu státinn því hamingjan mun aldrei verða látin fyrirhafnarlaust að fótum þér. Þú hittir granna grein á vegi þínum, sem getur orðið stór og falleg rós. Eins og sólir aldrei þó við skínum þá á hver lijálparmátt í fórum sínum, sem logar eins og lítið kertaljós. Og þetta ljós þú lætur verma og skína og lýsa liverjum, sem um veginn fer einkum þar, sem æska og gleði dvína þá ertu að gera helga skyldu þína, og set það aldrei undir mæliker. ÞuríSur Gu&mundsdóllir. Um bækurs (Dœquriitísa Skáldsaga ejtir Jakobínu Sigur&ardóttur Jakobína Sigurðardóttir er okkur áður að góðu kunn fyrir ljóð sín og smásögur, en þetta er fyrsta langa skáldsagan, sem hún birtir. Mun fáum gefið að vera svo jafn- vígur á ólíkar greinar skáldskapar, því Dægurvísa er bók, sem grípur lesandann jafn föstum tökum og ljóð Jakobínu gera. Sagan er skemmtilega saman tengd af rammanum, sem liúsið og gatan skapa um sitt mannlíf. Persónurnar eru ekki stílfærð- ir fulltrúar liópa, heldur lifandi einstakl- ingar, liver með sín vandamál. Kannski eru elskendurnir næst því að vera ópersónuleg láknmynd, þar eru stækkaðir vissir þættir í sambandi ungra elskenda og dregnir fram nær einir, en sannur er þó allur sá tónn, sem í lýsingunni felst. Ekki skal dregið úr ánægju lesenda með því, að fara að rekja efni sögunnar, aðeins vil ég hvetja lesendur „Húsfreyjunnar“ til þess, að láta ekki þessa bók fram hjá sér fara og þakka Jakobínu Sigurðardóttur ágætt verk. Er vonandi að liæfileikar lienn- ar fái að njóta sín, svo að hún haldi áfram að skapa listaverk í ljóði eða óbundnu máli, okkur til vakningar og unaðar. Hún er nú þegar ein af okkar beztu ritliöfund- um. „Gamle islandske motiver til korssting" eftir Elsu E. Gu&jónsson. tt er komin í Kaupmannahöfn einkar fal- leg og vönduð bók með munstrum úr göml- um, íslenzkum útsaumi, ásamt lýsingum á útsaumsaðferðum og upplýsingum um fom- ar hannyrðir hérlendar. Höfundur bókar- innar er Elsa E. Guðjónsson, magister, en útgefendur era Höst & Sön, útgáfufyrir- tæki, sem gefið hefur út bækur um út- saum með munstrum frá ýmsum þjóð- löndum. Allur frágangur bókarinnar er mjög vandaður og smekklegur. Er hún nú til sölu í nokkram bókaverzlunum hérlend- is, og er bókin skemmtilegur viðauki við ls- lenzka sjónabók, sem út kom í fyrra. S. Th. Hver er tilgangurinn ? /<>/». o/ bis. 1 Ekkert væri ritstjórninni kærkomnara en að fá við og við að heyra óskir lesendanna viðvíkjandi efnisvali blaðsins. Óliikað geta lesendur einnig sent álit sitt á því efni, sem blaðið flytur liverju sinni, ekki sízt því, sem miður kann að liafa farið, ásamt á- bendingum og tillögum um breytingar. En hafa verður þá í liuga tilgang blaðsins. Ekki eru fyrirhugaðar neinar sérstakar breytingar á búningi né efni nú á næst- unni, ncma einhverjar skynsamlegar til- lögur í þá átt berist blaðinu. Hinsvegar skal á það bent, að vegna aukins útgáfu- kostnaðar hlýtur verð blaðsins til kaup- enda að hækka. Mun það verða birt annars- staðar í blaðinu. Sv. Þ. 16 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.