Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 26
HEIMILISÞÁTTUR
'Pásk as
Það er skemmtilegt að bera óútsprungna
grein úr garðinum inn í stofu um pásk-
ana og láta í vatn, svo að græn blöðin fái
færi á að líta þar dagsins l jós. Hún minnir
okkur á vorið. Og um páskana má skreyta
þessa grein með lituðum eggjaskurnum,
það gefur sérstakan páskablæ, og þar sem
börn og unglingar eru, munu þau vera fús
að skreyta eggin með vatnslitunum sínum
og gefa þá hugmyndafluginu lausan taum-
inn. Kannske bjálpast líka öll fjölskyldan
að þessu og liefur gaman af að spreyta sig
við þcnnan páskaundirbúning.
Sums staðar er siður að borða mikið af
eggjum um páskana og þá eru þau líka
skreytt með ýmsu móti. Svo má blása úr
sumum eggjunum, áður en málað er á þau,
og þá halda þau sér lengi, svo að hægt er
að geyma þau ár frá ári, ef vel þykir takast
skreytingin.
Lítill vandi er aS blása úr eggjum. Sting-
ið svolítið gat á báða enda eggsins, gatið á
að vera á stærð við gat á gömlum peningi
<
4
22
HÚSFREYJAN