Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 42

Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 42
aff geta, en of langt upp a«V telja. 1 að'ra hoðsferiV fóru dvalarkonur í lioiVi Helga Péturssonar sérleyf- ishafa. Var farið í kring um Snæfellsjökul. Fulluin, stórum áætlunarljíl af orlofskonum var ekið frá Búðum í yndislegu veðri, eins og leið liggur, út Breiðuvík og niður að Arnarstapa. Þar var farið út úr hílunum, og skoðuðu konur sig um, ]>ar er nátt- úrufegurð mikil og sérkennileg. Að Hellnum var ekið. Þar var skoðuð hin gamla kirkja, sem geymir hið mikla listaverk, altaristöflu, sem er útskorin af Jóhannesi Helgasyni frá Gíslahæ á Hellnum. Þá var ekið út af veginum niður í Beru- dal. Dregur hann nafn af kerlingu, sem Bera hét og er dysjuð þar. Nú var ekið inn á Hellissand. Þar var numið staðar og þáðar góðgjörðir á heimili Júníönu Jóhannesdóttur. Þaðan ekið upp að Ingj- aldshóli, skoðuð kirkjan og ýmsir fagrir munir, sem hún á. Þar sungu konur sálm ineð undirleik Jðhönnu Vigfúsdóttur. Þaðan var svo ekið fyrir Ólafsvíkurenni og um Ólafsvík. Þar |iáðu' konur kaffi og veitingar á lieimili mínu. Þaðan var svo haldið upp í síðasta áfangann yfir Fróðárlieiði og að Búðum aftur. Konur voru mjög ánægðar með daginn. Meðan þær dvöldu í orlofinu har góðan gest að garði á Búðum, en hann var Ósvaldur Knudsen. Var hann fús að taka mynd af hópnum, sem hann síðan sendi okkur og konur eiga til minn- ingar um þessa yndislegu dvöl að Búðum. Hinar 32 konur á aldrinum 23—85 ára virtust all- ar jafn ánægðar og endumærðar á sál og líkama eftir þessa viku dvöl. Þakklátar í huga héldu þær heim frá Búðum. Þetta var fyrsta orlofsdvöl húsmæðra á Snæfells- nesi. Við orlofsnefndar konur vorum mjög ánægð- ar með þennan fyrsta áfanga í okkar starfi. II. Við undirhúning undir næstu orlofsdvöl vortim við reynslunni ríkari. Og auðvitað var aftur farið að Búðum, og var þar dvalið vikuna 7.—13. sept- emher 1965, og nú var hópurinn stærri, 42 konur. Á hlaðinu tók Lóa Kristjánsdóttir hrosandi á móti þessum stóra hóp og hauð allar konurnar vel- komnar á sitt heiinili, þar sem hún var þeim öllum eins og hezta móðir. Nú var húsakostur endurhættur frá því árið áð- ur. Búið var að hyggja nýja áhini við hið gamla hús. f henni eru 10 svefnherhergi, tveggja manna, með nýjum svcfnhekkjnm og öðrum fullkomnuni þægindum. Einnig er þar stór og glæsileg setustofa húin smekklegum húsgögnum. Úr stórum glugga þessarar stofu gefur að líta hið fegursta útsýni yfir fjallahringinn. Snyrtiherhergi eru mjög vönduð, einnig haðklefar með heitum og köldum sturtum, sem konur notuðu óspart. Úr rúmgóðri forstofu þessarar nýju álmu er gengið í gamla húsið. Allur viðurgjörningum var með ágætum eins og áður svo að ekki var .á betra kosið. Það var ósköp notalcgt fyrir húsmæður, sem alltaf skaminta mat- inn sjólfar, að setjast nú í kyrrð og ró og láta þjóna sér. Fyrir hönd orlofsnefndar dvaldi Kristjana Sig- urðardóttir í Hlíðarholti, með konunum að þessu sinni. Ilún var þeirra forystukona í einu og öllu, sem að því laut að gera þeim dvölina skemmtilega. Vcður var sérstaklega gott þessa orlofsviku, sem konurnar dvöldu á Búðum. Og var það líka óspart notað. Mikið var farið í gönguferðir um nágrennið. Einn daginn var farið alla leið út á Búðaklctt og var þá fenginn leiðsögumaður. Var það Guðný Oddsdóttir. f hrauninu var allt krökt af bláberjum og notandi að tína upp í sig á leiðinni. Á kvöldin komu allar konurnar saman í setustofunni og þá var alltaf eittlivað til skemmtunar, sem Kristjana hafði uppvakið ineðal kvennanna i þessum stóra lióp. Konumar eiga allar þakkir skilið fyrir það, sem þær lögðu að mörkum til skemmtunar. En mig langar sérstaklega til að geta einnar konu, sem las þarna, af mikilli snilld, frumsamið efni í hundnu og óbundnu máli. Þetta var aldursforsetinn í orlofs- dvölinni, Ólöf Sveinbjörnsdóttir á Rauðamel, 87 ára gömul. Er þctta ein vísan eftir Ólöfu til Lóu á Búðuin: í glæsta sali er gengið inn af gnægð cr liver einn mettur. Er þó h jartans ylur þinn okkar hezti réttur. Tvær kvöldvökur, sem orlofsnefndir sáu um, voru lialdnar og komii þá með skemmtikrafta. Harmonikuleikari mætti eftir aðra kvöldvökuna og stigu konur dans af miklu fjöri. Á kvöldvöku, sem lialdin var ð laugardagskvöldi, mætti sem gcstur Sigrún Guðbjörnsdóttir frá Stykkishólmi. Flutti hún orlofskonum og starfs- fólki að Búðum frumort kvæði: Kæru orlofs konur, ég kveð ykkur með rósum og knýti heilum óskuiii á ykkar systra hönd. Vona að þessir dagar, verði að litluin Ijósum, sem lýsi upp skugga stundir og inn á draiunalönd. Þessi sælu sólblik, er saman hér við undum, seiða hugann margoft að yndisstundum þeim, þó, sér í lagi að liúsfreyjunnar hjartahlýju og hlíðu sem hýrt oss tók á móti, með brosi og liöndum tveim. Heimkoman ég óska, að öllum ykkur verði, unaðslega farsæl og þó með gleði hrag. Af alhug bið ég drottin, sem uppheims ljósin gerði ykkar blessa störfin og bæta allan liag. Á sunnudagsmorgun hlýddu konurnar messu hjá prófastinum, séra Þorgrími Sigurðssyni á Staðar- stað. Orlofskonur skipuðu livert sæti í kirkjunni á Búðum. Eftir hádegi á sunnudag var farið í ferðalag í kringum Snæfellsjökul. Ilclgi Pétursson sérleyfis- hafi sýndi snæfcllskum orlofskonuin þann höfð- 38 IIÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.