Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 17
HEIMIR FREYR VIÐARSSON
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
Þágufallshneigð í fomíslensku?
i- Inngangur
Bent hefur verið á tilbrigði í frumlagsfalli í íslensku þar sem þágufall birt-
lst í stað hefðbundins þolfalls, t.d. með dreyma, langa og vanta, svokallaða
þágufallssýki eða þágufallshneigð (sjá t.d. Halldór Halldórsson 1982,
Astu Svavarsdóttur 1982, Smith 1994, Þórhall Eyþórsson 2002, Jóhannes
Gísla Jónsson og Þórhall Eyþórsson 2003, 2005 og Jóhönnu Barðdal
aoogb).1 Líkrar tilhneigingar gætir eða hefur gætt í ýmsum öðrum málum,
t-d. í færeysku (Barnes 1986, Höskuldur Þráinsson, Petersen, Jacobsen og
Hansen 2004, Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson 2005) og
Þýsku (Dal 1966, Von Seefranz-Montag 1983,1984, Smith 1994) en einnig
1 forn- og miðensku (Van der Gaaf 1903, Smith 1994, Allen 1995 og tilv.
þar), miðhollensku (Stoett 1923, Van der Horst 2008) og fornsænsku
(Lindqvist 1912, Falk 1997). Fremur lítið hefur verið fjallað um þetta fyrir-
bæri í forníslensku en merkustu tilraunir til þess að rekja þróunina og
skýra hana eru athuganir Halldórs Halldórssonar (1982), Þórhalls Eyþórs-
s°nar (2002) og Jóhönnu Barðdal (2009b). I þessum ritum kemur fram að
!ítið ef nokkuð sé um merki þágufaUshneigðar í forníslenskum textum en
að skyndileg breyting verði þar á um 1850.
Við;
Þessi grein er byggð á BA-ritgerð í íslensku við Háskóla íslands (sjá Heimi Frey
'arsson 2006). Sú dæmasöfnun sem að baki henni liggur var að miklum hluta unnin í
Verkefninu „Þróun fallkerfisins í íslensku og færeysku" í umsjón Þórhalls Eyþórssonar og
J°hannesar Gísla Jónssonar sem hlaut styrk úr Rannsóknasjóði RANNÍS 2004. í verkefn-
'nu VOru teknir saman ítarlegir sagnalistar yfir sagnir með frumlögum í þolfalli og þágu-
1' forníslensku sem komu að miklum notum. Að gerð sagnalistanna stóðu Hlíf Árna-
dóttir
og Eyrún Valsdóttir, auk höfundar, og var aukið við þá í tengslum við ritgerðina.
—J---- --------’----“--------> -----------í— * D ......... o---------
er er Ijúft og skylt að þakka Haraldi Bernharðssyni og Guðvarði Má Gunnlaugssyni
st°ð við gátun fornmálsdæma í handritum (eða ljósmyndum af þeim) og við vafamál því
tengd. Einnig þakka ég ritstjóra auk tveggja nafnlausra yfirlesara gagnlegar athugasemdir
Vl fyrri gerð þessarar greinar. Síðast en ekki síst vil ég þakka ritstjórn Ordbog over det nor-
r0ne prosasprog (ONP) fyrir aðgang að óprentuðum seðlum orðabókarinnar og góðar
abendingar hennar.
^denskt
mdl^i (2009), 15-66. ©2009 íslenska málfr&ðifélagið, Reykjavík.