Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 30
28
Heimir Freyr Viðarsson
orðflokkagreind. Ávinningurinn af því að hafa TOH var þó mikill þar sem
það er talsvert stærri málheild (e. corpus) en Orðstöðulykill íslendingasagna.
Sagnirnar voru einnig athugaðar í orðstöðulykli yfir eddukvæði (Kellogg
1988) og sagnir sem mjög fá dæmi höfðu safnast um voru athugaðar í skrá
yfir orðaforða elstu handrita (Larsson 1891). Loks var við staðfestingu
dæma talsvert stuðst við orðstöðulykil yfir Möðruvallabók (van Arkel-de
Leeuw van Weenen 1987) og einnig orðstöðulykil yfir Islenska hómilíu-
bók (de Leeuw van Weenen 2004).
Mikilvægt er að komi fram að í fæstum ofangreindum flokkum og
textum í Textasafni er um að ræða vísindalegar útgáfur textanna atlaðar
frœðimönnum. Hefði verið í boði að leita alfarið í slíkum útgáfum hefði það
verið gert. Utgáfur af því tagi, sem einnig er hægt að leita í á rafrænan hátt,
eru þó af mjög skornum skammti en von er á að sívaxandi textasafn Me-
dieval Nordic Text Archive (MENOTA; sjá http://www.menota.org/)
bæti þar úr. Mikilvægi þess að hafa greiðan aðgang að traustum textum,
með lesbrigðum við orð í textanum úr öðrum handritum sama texta, hefur
orðið mér mjög ljóst í þessari rannsókn. Þannig er ólíklegt annað en að
fleiri tilbrigði myndu finnast ef notaðar væru útgáfur sem sýna slíkan mun
á handritum eða gera mögulegt á annan hátt að bera saman texta ólíkra
handrita. Til þess að dæmasafnið sé nægilega traust voru öll dæmi í 4. kafla
gátuð í fræðilegum útgáfum þar sem möguleiki var á því. Öll dæmi um til-
brigði milli þolfalls og þágufalls voru einnig sannreynd í handritum eða
ljósmyndum af þeim, nema annað sé tekið fram, sbr. hér á eftir.
Að lokum er rétt að nefna að áður en dæmin um sagnirnar höfðu verið
gátuð virtist breytileiki vera talsvert meiri en nánari athugun leiddi í ljós.
I fornmálsorðabók Fritzners (1886—96, 2004) fundust dæmi um þágu-
fallsfrumlag með forvitna, gruna, ugga, vanta, vara og þrjóta með tilvísun-
um í textaútgáfur. Svo undarlega vill hins vegar til að í þeim útgáfum sem
Fritzner kveðst nota er persónuliðurinn með fyrrnefndum sögnum alls
ekki í þágufalli eins og sýnt er í orðabók hans og hvergi hafa fundist dæmi
um að þessar sagnir komi fyrir með reynanda í þágufalli í fornmáli. Auk
þess fundust hjá Fritzner dæmi með lysta, skipta og skorta sem voru rang-
lega sögð hafa þágufallslið, en önnur dæmi um þær reyndust rétt, sbr. 4.
kafla. Dæmin eiga það sameiginlegt að vera ný í 2. útgáfu orðabókarinnar
og þau eru sjaldnast (aðeins með skipta) undir flettu viðkomandi sagnar
(sjá nánar Heimi Frey Viðarsson 2006:47—50). Nákvæmni í orðteknum
dæmum virðist því vera ábótavant þar sem rökliðaformgerð sagnanna er
ekki höfuðatriði. Engar aðrar villur hafa fundist sem tengjast fallmörkun
(sjá þó um höfga í nmgr. 31 á eftir).