Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 51
49
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
Þegar bresta fer á 16. öld að taka með sér þolfallsfrumlag og þolfallsandlag
hefur mynstrið í (5ia) verið lagað að vöntunarsögnum með þf-þf. Þetta
yngra mynstur hlýtur því á einhvern hátt að vera ómarkað gagnvart þgf-
Nf. Þetta er hins vegar óvænt ef fall fylliliðarins er orðasafnsbundið (sbr.
Yip, Maling og Jackendoff 1987). Hliðstætt angra hefur orðið breyting á
notkun ánœgja, sem að fornu virðist vera sögn með aukafallsfrumlagi en er
áhrifssögn samkvæmt Islenskri orðabók (2002) og dæmum í ROH (með
þágufallsandlagi) í yngra máli. Ólíkt angra virðist fallmörkunin í flokkun-
arramma (5ib) þó hafa haldist með ánœgja.
Ef þessar sagnir (allar nema höfga) voru skiptisagnir, eða höfðu skipti-
formgerð, að fornu er um leið komin skýring á því að þær taka með sér
þágufallslið. Hægt er að beina athyglinni að því sem njótandinn verður að-
njótandi („eiginlegt þágufall“) eða því sem hefur áhrif á njótandann. Með
skynjunarsögnum er þágufallsreynandinn sjálfur hins vegar ávallt í brenni-
hepli og jafnframt frumlag. Dæmin í (52) sýna að þágufallsliðurinn (njót-
andinn) er ekki alltaf skyldubundinn, þ.e. þemað getur verið frumlag og
gegnt miðlægu hlutverki. Þó að valfrelsið sé ekki einkennandi fyrir skipti-
sagnir yfirleitt, greinir það sagnirnar frá skynjunarsögnum á borð við
dreyma oggruna þar sem persónuliðurinn er skyldubundinn og þemað get-
ur ekki gegnt hlutverki frumlags.37
(52) a. svo bregdzt ai bam dygn. haulda hugur sem heill bilar. (AM 556 a
4to 4orii [1475-1500], Grettis saga, vísa)
b. ... vísa þér á mið þat, er aldri [mun] fískr bresta ef til er sótt (Bárð
15-7 [1390-1425])38
c. Þa græin vil ek enn syna þviat hon skiptzr mali (AM 242 fol. s. 86.2
[1350], FGT 218.15)
37 Með þessu er ekki átt við að þágufallsliðurinn sé alltaf valfrjáls í þessum tilvikum
(eða með skiptisögnum). Jóhanna Barðdal (1998:27, nmgr. 3) og Jóhannes Gísli Jónsson
(1997-1998) benda á að með sögnum með þágufallsfrumlagi sé oft hægt að fella niður hvort
heldur sem er nefnifalls- eða þágufallsliðinn.
38 Handritið (AM 564 a 4to [1390-1425]) er skaddað á þessum stað (sjá AM 564 a 4to
lv5) en greinilegt er þó að fiskr hefur nefnifallsendinguna -r. Halldór Halldórsson (1982:
!ó8) telur að í dæminu sé þik undanskilið, þ.e. aldri mun fiskr bresta þik. í vísu í sögunni er
þó greinilega þágufall með bresta og mér myndar þar hendingu með ryn: Braut vil ek bráðla
leita, // brestr ei strið í flestu // mér fyr menja rýri (sjá Bárb 13-14, Skj 62:482). í Texta-
safni Orðabókar Háskólans finnst dæmi um þik brestr úr lesútgáfu Sturlaugs sögu starf-
sama þar sem persónuliðurinn er ekki reynandi: „Þykki mér þess ván, at engi verði til, ef
þik brestr, sem þú ert“ (= ef þín nýtur ekki lengur við’). í elstu handritum virðist hins
vegar standa þarbrestr, sbr. AM 589 f 4to (202: ,,þar“) og AM 335 4to (3r8: ,,\>ar“).