Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 160
158
Margrét Jónsdóttir
vermsl, víxl og þyrmsl eru talin til þessa hóps, sbr. athugasemd þar að lút-
andi í 2.2.1, en þó er þess að gæta að þau virðast öll geta eða hafa getað
endað á -sli þótt fá dæmi séu um slíkt. I sumum orðanna í (3) eru svo rótar-
sérhljóðin /a, u, ö/ — það fyrsttalda uppmælt (og ókringt), þau síðartöldu
kringd og frammælt.
Sex orðanna af ellefu í (3) eru merkt sem fornyrði eða sem úrelt orð:
kumsl, skarsl, skurðsl, skurmsl, versl/vesl og v&gsl og sama mætti kannski
segja um orðið breiðsl í samsetningum. Hin orðin eru sjaldgæf. Orðið
skremsl má e.t.v. telja hér með. Heimildir um orðið eru þó nær engar.
Orðið na(r)sl gæti átt heima hér en uppruni er ekki alveg ljós (sbr. Asgeir
Blöndal Magnússon 1989:660). Alexander Jóhannesson (1927:99) telur
orðið htísl (eða hunsl) til hópsins. Sú skýring er þó fjarlæg. Asgeir Blöndal
Magnússon (1989:391) sem spyrðir saman hunsl, husl og húsl segir upp-
runann óljósan.16
2.3 Niðurstaða og tengsl við aðra þróun
Eins og fram kemur í köflum 2.2.1—2.2.3 eru eftirtalin rótarsérhljóð í þeim
-sl- og -í//-orðum sem fjallað hefur verið um: /í, i, e, ei, æ, a, u, ö/. Séu
orðin í áðurnefndum köflum skoðuð í heild með tilliti til endinga kemur í
ljós að möguleikarnir eru þrír: Sum orðin enda alltaf á -sl, önnur alltaf á
-sli en sum ýmist á -sl eða -sli. Langflest orðanna enda á -sli eða geta það.
Þetta eru orðin í (1) og (2). I þeim öllum er frammælt sérhljóð, aldrei upp'
mælt. Einhljóðin í þeim eru öll frammælt en líka seinni hluti beggja tví-
hljóðanna. Öll hljóðin eru ókringd. Orðin sem alltaf enda á -sl og aldrei á
-sli eru eru fá í nútímamáli. Þau eru flest með uppmælt rótarsérhljóð eða
frammælt og kringt.
Dreifing myndbrigðanna -sl og -sli er því að hluta til háð því hvert
undanfarandi sérhljóð er. Þótt dreifingin sé ekki algjörlega fýrirsegjanleg
er ljóst að sé rótarsérhljóðið uppmælt eða kringt eru engin dæmi þess að
viðkomandi orð endi á -sli.
Rannsóknir á hvorugkynsorðum sýna að orðum sem enda eða geta
endað á -i hefur fjölgað mikið í aldanna rás (sjá Margréti Jónsdóttur 2005)-
16 Hér á undan hefur margsinnis verið vísað til heimilda um yngri og eldri orðmynd'
ir. Eins og fram hefur komið minnist Alexander Jóhannesson (1927) t.d. oft á ungar orð-
myndir; þær enda allar á -sli. Öll orðin sem er að finna hjá Jóni Þorkelssyni (189O"
1897) enda á -sli nema víxl. Mat Jóns er nánast það sama og hjá Cleasby (1874). Segja ma
sem nokkur vatnaskil verði í 18. aldar orðabókum Jóns Árnasonar (1994 (1738)) og Jóns
Ólafssonar. í þeim bókum enda orðin miklu fremur á -sli en -sl.