Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 26
24
Heimir Freyr Viðarsson
(12) a. [SL [NL þgf [v. líkar [NL nf ]]]] (fast þágufallsfrumlag)
b. [SL [NL nf [y. hentar [NL þgf ]]]] (skiptisögn með valfrelsi liða)
Vegna þekktrar hömlu um stystu fáerslu (e. shortest mové) er ekki hægt að
flytja nefnifallsliðinn í (i2a) fram fyrir þágufallsliðinn; hamlan krefðist
þess að nefnifallsliðurinn (nf) flyttist í pláss þágufallsliðarins (þgf), sem
er teppt. Beygingarliður getur því aðeins dregið til sín þgf í (i2a), sem
þ.a.l. er eini liðurinn sem getur gegnt hlutverki frumlags.12 I (i2b) getur nf
áfallalaust flust í beygingarlið í samræmi við stystu færslu þar sem sá liður
flyst ekki fram yfir þgf. Afleiðsla (e. derivation) setningar með skiptisögn
er hins vegar ólík (i2a) að því leyti að andlagssamræmisliður (e. AgroP)
dregur ekki til sín þgf: Vegna þess að þágufaU er orðasafnsfall, en andlags-
samræmisliður gátar formgerðarfall, er þeirrar færslu ekki krafist og hún
er því jafnframt óheimil. I (i2b) er hins vegar gert ráð fyrir að nf flytjist í
gegnum andlagssamræmislið á milli frumlagssamræmisliðar og sagnliðar
(sjá Platzack 1999:112 og tilv. þar). Sú skyldubundna færsla gerir það að
verkum að tiltekið þekkt skilyrði er uppfyllt, sem kalla mætti lögmál lág-
marksþægðar (e. Principle of Minimal Compliance) en þetta lögmál veitir
undanþágu frá fyrrnefndri hömlu um stystu færslu (sjá Platzack 1999:
108—109 °g tilv. þar). Þá getur neðri liðurinn flust upp fyrir þann efri ef
báðir liðirnir skipta um sæti líkt og í (13) (byggt á Platzack 1999:109; „B“
er þágufallsliður, „A“ er nefnifallsliður,er spor eftir færðan lið og „i“ og
„j“ eru vísar þar á milli):
(13) [ Bj [ A; [ ÍJ [ ]]]]
Barnes (1986:39) telur í umfjöllun um skiptisagnir í færeysku að skráð sé í
orðasafn (tungumálsins) að tiltekin sögn sé skiptisögn, þ.e. hvort hún hefur
formgerð líka (l2a) eða (i2b). A hliðstæðan hátt gera Jóhanna Barðdal og Þór-
hallur Eyþórsson (2005) ráð fyrir að skiptisagnir hafi tvenns konar rökliða-
formgerð (e. argument structuré) sem endurspegli ólíka flokkunarramma (e.
subcategorization frame). Fyrri rökliður flokkunarrammans er þá þgf eða nf
og af flokkunarrammanum ræðst hvor liðurinn gegnir hlutverki frumlags.
(14) a. falla í geð [rökliðurL(ÞGF), rökliður2(NF)]
b. falla í geð [rökliður^NF), rökliður2(ÞGF)]
Gert hefur verið ráð fyrir að skiptisagnir hafi verið til í skandinavísku
meginlandsmálunum, þ.m.t. fornsænsku, forndönsku, fornnorsku, auk forn-
11 Beygingarliður er hér yfirheiti yfir flóknari formgerð á vinstri væng en Platzack
(x999) ger>r rfð fyrir, þ. á m. frumlagssamræmislið.