Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 203
Andmœli við doktorsvöm Ara Páls Kristinssonar
201
Sem dæmi má taka hugtakið málhegðunartaka sem höfundur kynnir til sög-
unnar i merkingunni ‘það þegar fólk tileinkar sér smátt og smátt hvernig haga má
málnotkun eftir aðstæðum’ (17). Að hans mati bendir ýmislegt til þess að mál-
hegðunartaka sé sjálfstæð hæfni við hlið svokallaðrar málfræðihæfni eða „gram-
matical competence" eins og hugtakið nefnist á ensku (19). Hann bendir á að mál-
hegðunartaka geti staðið meira eða minna alla ævi (18) en hún sé í senn dulið,
ómeðvitað ferli og felist einnig að einhverju leyti í beinni kennslu eða sýnilegum
leiðbeiningum um málhegðun (18—19). Þetta hugtak virðist mér geta verið mjög
nytsamlegt í umfjöllun um efni af því tagi sem hér er undir.
I svo umfangsmikilli umfjöllun sem þessari er þó ekki óviðbúið að einhvers
staðar megi finna að hugtakanotkun. Hér verða tekin fyrir þrjú hugtök sem und-
irritaður staldraði við.
-2.2 XJm hugtakið málsamfélag
Ari Páll fjallar í talsvert löngu máli um hugtakið málsamfélag og reifar notkunar-
gildi þess. Skilgreining hans er sú að með því
sé átt við málnotendur sem nota sama málkerfi, með breytileikanum sem það
rúmar, og hafa í aðalatriðum sams konar félagslega afstöðu til málsins og
breytileikans sem tíðkast við notkun þess. (21, sbr. 14, 23, 26)
Þessi skilgreining, sem höfundur sækir til Labovs (27), er vel kunn úr félagsmál-
vísindum. í íslensku hefur orðið málsamfélag hins vegar einnig verið notað í víðari
merkingu, sbr. skilgreiningu á vef íslenska málfræðifélagsins, en hún er svohljóð-
andi:
Hópur fólks sem er afmarkaður út frá því að það deilir sama tungumáli og
málkerfi kallast málsamfélag. (http://imf.hi.is/ordasafn.php)2
Óvarkár lesandi ritgerðar Ara Páls gæti ályktað sem svo að orðin ‘sams konar
félagsleg afstaða til málsins’ í skilgreiningu hans útiloki þar með sérvitringinn eða
uppreisnarmanninn sem brýtur meðvitað gegn óskrifuðum reglum um málfar —
hann teldist þá ekki lengur tilheyra málsamfélaginu, í hefðbundnari merkingu
orðsins; væri sem sé í öðru samfélagi en viðmælendurnir þó að gagnkvæmur skiln-
mgur væri fullkominn. Ari Páll hefur þó fyrirvara um þau grundvallaratriði í skil-
greiningunni sem rekja má til Labovs og lesanda má fljótt vera ljóst að skilgrein-
mgin myndi ekki útiloka sérvitringinn áðurnefnda. Hins vegar er íðorðið mál-
samfélag, sem þýðing á ensku orðunum speech community eða öðru sambærilegu,
ekki fyllilega heppilegt að mínu mati og a.m.k. sumstaðar í ritgerðinni hefði e.t.v.
þurft að nefna hugtakið öðru nafni. Mér sýnist reyndar að höfundur sjálfur noti
2 Athugandi er að enskt samheiti í málfræðiorðasafninu er speech community en innan
félagsmálvísinda er það gjarnan skilgreint þrengra, á svipaðan hátt og Ari Páll gerir.