Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 95
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku
93
Þess er fyrst að geta að ekkert dæmi er að finna um sögnina í átta ridd-
arasögum sem Heike Comolle (1986) athugaði og varðveittar eru í hand-
ritum frá 14.-15. öld (ein í afriti frá 17. öld): Dínus sögu drambláta, Hekt-
ors sögu, Jarlmanns sögu ok Hermanns, Mírmanns sögu, Sálus sögu ok
Nikanors, Sigurðar sögu þögla, Valdimars sögu og Viktors sögu ok Blávus.
Ekkert dæmi fannst heldur í fimm öðrum sögum sem athugaðar voru
þessum til viðbótar: Adonías sögu, Gibbons sögu, Sigurðar sögu turnara,
Vilhjálms sögu sjóðs og Vilmundar sögu viðutan (útg. Loth 1963, 1964,
1-965; Page 1960). Allt eru þetta svokallaðar frumsamdar riddarasögur (ís-
lenskar), líklega samdar á 14. til 15. öld.7
Lögmannsannáll er saminn á 14. öld og varðveittur í handriti frá seinni
hluta þeirrar aldar. Nýi annáll er 15. aldar viðbót við fyrri annálinn og er
varðveittur í afskrift frá 16. öld. Ekkert dæmi um blífa er að finna í þess-
um textum. (Sjá Storm 1888:233—285, 285—295.)
í þýðingum úr ensku, sem líklega voru gerðar um miðja 15. öld (Widd-
iug 1960; Jorgensen 1970; Einar G. Pétursson 1976; Ólafur Halldórsson
2°07), kemur orðið einu sinni fyrir í textasafni sem í heild er milli 15 og
20 þúsund lesmálsorð; sjá (2).
(2) suo skalltu snart blifa daudur upp ai stadenn
(e. ye shalle be dede anone) (Jorgensen 1970:191)
Athyglisvert er að e. be dede í frumtextanum er hér þýtt með blífa dauður
sem bendir til þess að orðalagið hafi þekkst í íslensku, nægilega vel til þess
að þýðandi hefur talið óhætt að nota það. Á a.m.k. sjö öðrum stöðum hefur
enskur frumtexti sama orðalag en það er í öllum tilvikum þýtt á annan hátt
(sjá Jorgensen 1970:191; Einar G. Pétursson 1976:5, 88, 90 (2 dæmi), 93 (2
dæmi)).
Sögnin virðist ekki koma fyrir í elstu rímum, þ.e. þeim rímum sem
Finnur Jónsson gaf út 1905—1922, ef marka má orðabók Finns um orða-
forða rímnanna (Finnur Jónsson 1926—1928). Sögnina er þar ekki að finna
eri Finnur segist hafa lagt sérstaka áherslu á að taka með öll orð af miðlág-
Þýskum uppruna (1926-1928ÚV).
I kvæðum nafngreindra manna sem uppi voru á 15.—16. öld fannst eitt
r'mskorðað dæmi í Háttalykli hinum skemmra eftir Loft Guttormsson (d.
H32.) í 14. erindi (Jón Þorkelsson 1922-1927:46),8 „meðan heimr má blífa“
7 Áætlað er að allar sögurnar séu frá 14. öld, Hektors saga frá síðari hluta aldarinnar
eða fyrri hluta 15. aldar. Sjá Kalinke og Mitchell 1985.
Þetta erindi (ásamt fleirum) er ekki að finna í elsta handriti Háttalykilsins, sem er