Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 131
Bandóður verður spindegal
129
ina, líkt og kannskifyrir kannske). Þar væri hún þá væntanlega rituð spmde-
gal. Ekki finnst það orð þó í dönskum orðabókum.2
Enn er það Google sem deyr ekki ráðalaus: finnur 44 vefsíður með spinde-
gal (mest bloggsíður, stundum reyndar sami textinn á fleirum en einni).
En þær eru ekki danskar heldur íslenskar, orðið notað í íslenskum texta
(t-d.: „Alveg spindegal! Vúheepppeddíí vúpp fjúpp fjúpp. ó héhh jéehh )
en stafsett með þessum danska hætti. Hér er meira að segja á þremur mis-
munandi stöðum vitnað í textann um Jóa útherja og dönskuslettan gæsa-
löppuð: „Hann var alveg „spindegal“.“
Ein einasta vefsíða reynist vera dönsk: „Et par virkelig spændende film
for en spindegal/farvegal som mig“ (http://hedehus.blogspot.com). Þetta
er bloggsíða danskrar hannyrðakonu sem ekki verður séð að hafi önnur
tengsl við ísland en þau að eiga sér íslenska bloggvinkonu (sem sjálf blogg-
ar líka á dönsku). Ég fór að halda að þarna væri þessi meinta dönskusletta,
scm íslendingar virtust þó hafa tekið upp hjá sjálfum sér, að laumast inn í
dönskuna sjálfa úr máli íslendinga. En skýringin er víst allt önnur. Hann-
yrðakonan hafði rétt áður verið að lýsa halasnældu forlátagóðri, sem hún
hafði útvegað sér, og hún kallar sig spmdegal í merkingunni vitlaus í að
spinna’. Það er ekki sá galskapur sem lagðist á Jóa útherja.
Spindegal merkti ‘bandbrjálaður’ samkvæmt því sem einn bloggarinn hafði
fundið í orðabók, sbr. (40) að ofan. Það orð, bandbrjálaður, tilheyrir líflegri
fjölskyldu orða þar sem forliðurinn band- herðir merkingu lýsingarorða af
geðbilunarsviði: sjóð-bandvitlaust veður, bandbrjálaður ökuníðingur og annað af
því tagi. Þér eruð bandhringlandi vitlaus, sögðu menn kurteislega hver við ann-
an á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Þar er elsta dæm-
ið um orð af þessu tagi úr Félagsritunum gömlu (Lærdómslistafélagsins):
(7) Vitfirríng, vitleysa (mania), kallaz einnig ærsl, ædi, og þeir er þannig
veikiaz, ærir, ódir, bandódir, vitstola, hamstola, afsinna, vitlausir.
^arna er samsetningin bandóður, og um hana er líklega til miðaldadæmi, úr
íslensku lækningahandriti sem mun ritað seint á 15. öld og þar rætt um sjúk-
^ng >»bitinn af bandóðum hundum“. Þannig er a.m.k. lesið í fommálsorða-
ðókinni nýju, Ordbogover det norrpneprosasprog 1989—2004, 2:11 (bandóðr).3
Ekki þeim fimm—sex prentuðu sem mér varð gripið til á vinnustað mínum, ekki
pa nettet (http://ordnet.dk/ods/) né netútgáfunni af Ordbogtil det <x.ldre danske sprog
(J3oo-1700) eftir Kalkar (http://www.hist.uib.no/kalkar/).
3 Sbr. lykilbindi (Registre), bls. 334 og 491, um aldur og uppruna handritsins. Lesið
’>t)önduðum hundum“ í viðaukabindinu við orðabók Fritzners (i972)* Finnst líka á
tt:P://www.edd.uio.no/ > Spk i databasar > Generelt s0kjesystem > Ordb^ker.