Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 145
Um stóran og lítinn staf
H3
litlum staf, enda ekki um sérnafn að ræða heldur samnafn.8 Þessu var lýst
svo í auglýsingunni (a-liður 11. gr., leturbreytingar eins og í Stjómartíð-
indum):
(17) Þjóðaheiti, þjóðflokkaheiti, nöfn á íbúum landshluta (héraða,
hreppa) og íbúum heimsálfa skal rita með litlum staf, t.d. íslending-
ur, mongóli, austfirðingur, keldhverfingur, evrópumaður.
Þetta fór fýrir brjóstið á ýmsum og kom m.a. til umræðu á Alþingi. End-
irinn varð sá að þessu var breytt aftur til fyrra horfs með auglýsingu
261/1977, en hin breytta grein hljóðar svo þar (a-liður þeirrar greinar sem
skv. auglýsingunni á að verða nr. 9 í breyttri gerð, leturbreytingar eins og
í Stjómartíðindum):
(18) Þjóðaheiti, nöfn á íbúum landshluta (héraða, hreppa, borga og
kaupstaða), nöfn á mönnum kenndum við bæi eða forfeður, svo og
nöfn á íbúum heimsálfa skal rita með stórum staf, t.d. Islendingur,
Austfirðingur, Keldhverfíngur, Reykvíkingur, Seyðfírðingur,
Stokkseyringur, Oddaverjar, Sturlungar, Knýtlingar, Evrópu-
menn, Ameríkanar.
En þótt orð eins og arabi, baski, íslendingur, indíáni og mongóli séu greini-
lega samnöfn og ættu því að ritast með litlum staf í samræmi við þá meg-
inreglu að samnöfn skuli að jafnaði rituð svo, verður ekki betur séð en heiti
■> tungumálum séu sérnöfn samkvæmt skilgreiningu og sama á við um
heiti á mállýskum. Þetta er sýnt í (19):
(x9) a. Hvað heitir tungumálið sem danir tala? Það heitir Danska.
b. A Islandi er talað sérstakt tungumál sem kallast Islenska.
c. Sú mállýska sem er, eða var, töluð á Vestfjörðum er kölluð Vest-
firska.
Eg tel víst að flestum lesendum komi þetta spánskt fýrir sjónir, en ástæðan
er auðvitað sú að við erum vön að hafa þetta öðruvísi. En ef við viljum
reyna að hafa einfalda meginreglu um stóran staf og fylgja henni verðum
við að vera tilbúin til þess að taka afleiðingunum og láta ekki einhverja til-
finningasemi trufla okkur eins og hún truflaði þingmenn á sínum tíma
8 Hér má geta þess að Færeyingar hafa í aðalatriðum svipaðar reglur um stóran staf
°g lítinn og við og meginreglan þar er sú að sérnöfn eru skrifuð með stórum staf en sam-
n°fn með litlum. I samræmi við það skrifa þeir samnöfn eins og dani, f0royingur, íslending-
Ur og mongóli með litlum staf.