Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 111
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í islensku 109
hrósað af seinni tíma mönnum og þær þótt skara fram úr þýðingum síns
tíma, bæði að því er varðar beitingu íslenskra skáldskaparreglna og málfar
(Páll Eggert Ólason 1922:618). Marteinssálmar eru 35 talsins, yfir 200
erindi og alls um 7.000 orð. A vefsíðunni Bragi, óðfmðivefur er unnt að
leita í sálmunum. í þeim er að finna sex dæmi um sögnina blífa-, þau eru
sýnd í (19).
(19) a. við herrans orð og ótta / æ skal blífa („Hver sem vill hólpinn hér“)
b. og eilífur friður Israel / mun blífa („Hver sem vill hólpinn hér“)
c. Það unn nú þessum öllum hér / í ástsemd þinni að blífa („Guð
faðir, vér þökkum gæsku þín“)
d. þín makt er æ blífandi / — því lát oss þig einn óttandi („Gef þú oss
þinn gæsku frið“)
e. aum þá mín tunga að hún sé gjörð / og grædd við góminn blifi („A
bökkum vatna í Babílon“)
f. Trúan blífur birt þar í, / burtu hverfa myrkrin því („Nú kom hjálp
þín, heiðin þjóð“)
Sögnin stendur í rímstöðu í (i9b) (lifa — blífa), (190) (blífa — drifa) og (i9e)
(hf - blifi), svo og í (i9d) (fölnandi - blífandi — óttandi)-, einu sinni er blífa
n°tað í stuðlun, (i9f) (blífur — birt — burtii). Merkingin er ‘vera áfram’ í
(l9a-d) og ‘verða’, sem hjálparsögn við myndun þolmyndar í (i9e) og
(x9f). Þó að dæmin séu aðeins sex eru þau hlutfallslega nokkuð mörg
tniðað við aðra texta sem kannaðir hafa verið, eða rúmlega 0,085% af heild-
arorðafjölda, sem er nálægt hlutfallinu í texta Nýja testamentisins 1540
(þar voru dæmi um sögnina 0,075% af heildarfjölda orða). Sennilegt er að
dæmafjöldann megi skýra með því að um er að ræða þýðingar.
A sömu vefsíðu eru sálmar og kvæði Einars Sigurðssonar í Eydölum
^539—1626), þar á meðal kvæði hans í Vísnabók Guðbrands biskups 1612. Sá
texti sem var athugaður þegar þessi ritgerð var í smíðum var alls vel yfir 45
þúsund orð. Dæmi um blífa eru einungis þrjú talsins; þau eru sýnd í (20).
(20) a. mér að hlífa föllum frá / í fögnuð blífa lát mig þá („Einum best eg
unni“)
b. Yfir mínum Ólafi / eilíf náð drottins blífi („Barnatöluflokkur")
c. sú hlíf mun yfir þeim blífa („Þakklætisbæn fýrir barnaheill“)
Oh dæmin mega teljast rímbundin. Merkingin er ‘haldast, vera áfram’.
I Biskupaannálum Jóns Egilssonar (rúmlega 100 prentaðar blaðsíður)
ftá um 1600 er engin dæmi að finna um sögnina og ekki heldur í ritgerð