Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 54
52
Heimir Freyr Viðarsson
í gagnsæislögmál (e. transparency principle) Lightfoots (1979) þar sem mál-
fræðilegir flokkar sem orðnir eru ógagnsæir eða sundurleitir eru endur-
túlkaðir og ala af sér nýjan flokk til þess að koma á jafnvægi. Sú breyting
felur því í sér endurtúlkun á skiptiformgerð sem sérstaka sérvisku tiltek-
inna sagna, sem kann að vera skráð í orðasafni (sbr. Barnes 1986).
Frekari rök má finna fýrir því að kerfisbundinn munur sé á fornmáli
og nútímamáli m.t.t. þágufallsliða af þessu tagi. Mynstrið þgf-nf er víðar
að finna þar sem í nútímamáli er þf-þf. A 19. öld virðist einnig vera til-
hneiging til þess að ryðja þgf-nf út fyrir þf-þf. Það sýnir óvenjulega
virkni þolfalls ef gera ætti ráð fyrir þágufallshneigð að fornu. Með kltzja og
þverra eru elstu dæmi öll þgf-nf og ekki fýrr en á s.hl. 19. aldar aldar finn-
ast dæmi um þf-þf (sbr. ROH: klaja, þverra). Mynstrið þgf-nf virðist því
vera eldra en þf-þf.42
(56) a. Vm kuelldit, er þeir gingu fra baðe, mælti S^mundr við konv þa, er
honum þerðe, at hon skyllde gnua þurkunne vm hals honum sem
fastaz, „þvi at mer kleyiar þar mi0c“ (Sturl 2:124.9 [1350—137°])
b. En aðr hann tæki til matarins, þai kleyiaði honum hinn minnzti
fingr aa hinni hægri hendi framanverðr, þvi næst kom þar vpp bola
ok þaa blaðra, þa spreingði hann blavðrvna, ok for þar vtt kavng-
vrvafvan (Mar 1:153.17 [1340])
c. enða væri þat eigi fiarri, at hann reynði, hvart ver kynim nacqvad
fleira at vinna enn gera vp bvþina Þorgils, þvi at nu klæia oss lof-
arnir. (Sturl 1:40.17 [1350-1370])
I dæmum (5Óa—b) kemur sögnin khzja (eða kleyja) greinilega fýrir með
þgf-nf í merkingunni ‘finna fyrir kláða’, fremur en yfirfærðri merkingu.
I (560) er um að ræða sömu yfirfærðu merkingu og í nútímamáli en í því
(i) a. eða þeir er fe kaipa pigflo2 eða kirkivr ok meiða gvðf lþð i rongow lvtvw (El
82.7)
b. ok aller þeir er eftir likingv famtengiaz þeim (El 83.4)
I (i) er talað um þá sem kaupa vígslur eða kirkjur (með) fé og þá sem samtengjast e-m (með)
eftirlikingu.
42 Sögnin khzja í merkingunni ‘finna fyrir kláða’ kemur í viðurkenndri nútímaislensku
fyrir með reynanda í þolfalli og reynandi í þágufalli væri álitinn til marks um þágufalls-
hneigð. I lslensk-danskri orðabók (1920—1924) og Islenskri orðabók (2002) er sögnin sýnd
með þolfalli í merkingunni ‘finna fyrir kláða’ en þágufall er þó einnig gefið upp í yfirfærðri
merkingu, þ.e. þgf-nf: e-m kl&ja lófamir ‘langa til að gera e-ð’. I latnesku orðabókinni
Nucleus Latinitatis (Kleyfsa), frá f.hl. 18. aldar, er kl&ja hins vegar aðeins sýnd með þágu-
falli (lat. prunio ‘mig fidrar, (mier klæar)’), sbr. ROH: khxja, 12, „JArnGlós 140“ (l8m).