Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 184
182
Guðrún Kvaran
2. Orð úr stafkaflanum J-Ö
I því sem hér fer á eftir verður fjallað um orðin járnblá, jámbrá ogjámlá,
ketillúða, krekkja, léna, mélmagi, morkinftzta, móakráka og móakrœða, m&ður,
nóra, nóstokkur, per, perra, poki, poka, reiðháfur, skjátur, skota, skrjóður, slaga,
tanntúðugur, tems, tismi, tisma, tólk, tólkur og tólg. Eins og í fyrri greininni
verður fyrst getið umfjöllunar Jóns eins og hún birtist í handritinu en síðan
verða orðin borin að söfnum Orðabókar Háskólans (OH), sem nú eru í
varðveislu orðfræðisviðs Stofnunar Arna Magnússonar í íslenskum fræð-
um, annars vegar ritmálssafni (Rm) og hins vegar talmálssafni (Tm). Aðrar
meginheimildir eru Islensk orðsifjabók Asgeirs Blöndals Magnússonar
(ABIM), Islensk-dönsk orðabók Sigfúsar Blöndals (Bl) og Islensk orðabók
Eddu frá 2002 þar sem síðari breytingar á þeirri orðabók snerta ekki þann
orðaforða sem hér er til umfjöllunar.
járnblá, járnbrá, járnlá, f.: Öll þessi orð eru höfð um hið sama. A seðlin-
um um jámblá stendur: „Hinc [þ.e. blá\ Jærnblaa, liqvor ille pingvis, qvi
paludibus innatat sed jaarn-læ vulgo Nordlandis dicitur qvasi talis aqva fer-
reæ materiæ subtus jacentis index sit.“ Með þessari skýringu á Jón við að
jámblá sé þykkur vökvi sem liggi í mýrum. Hann sé í almennu máli norð-
anlands kallaður járnlá þar sem liturinn bendi til að járnefni sé fyrir neðan
vatnið.
Flettan er undir kvenkynsorðinu blá en um það stendur: „palus orien-
talibus Islandis, feminino blæ, cærulea, adjectivi blærr in substantivum
converso. Alii dicunt blæ etiam orientalibus Islandis esse stratum vel super-
ficies maris cærulante colore visni se repræsentans.“ Þar bendir Jón á að
kvenkynsorðið blá sé notað um mýri á Austurlandi og að nafnið sé fengið
frá litnum á vatninu.
Svipaður texti er um jámbrá: „pingvedo illa cærulea vel cæruleo flava,
aqvæ stagnanti paludum innatans. Orientalis Islandi ita vocant, sed Nor-
landi jærn-læ, vid Læ.“ Þessi texti er í orðabókinni í grennd við orðið bra
en undir því flettiorði er jámbrá ekki nefnd. Jón hefur heimildir um járn-
brá frá Austurlandi en hér kemur einnig fram að um hið sama sé notað
jámlá á Norðurlandi.
Um járnlá stendur: „liqvor ferrei coloris vel purpurei, aqvis paludino-
sus innatans. Aliis Jærn-blæ. Id est cæruleum ferreum.“ Undir lá er ein
skýringin: „in voce Jærn-læ, ... Est enim revera nihil aliud qvam pingvedo
qvædam limi supernatans aqva in paludinibus, colorem ferreum et cæru-
læum imitans.“ Skýringin bætir litlu við það sem þegar er komið. Um er