Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 117
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku
115
b. Það er enski textinn sem blífur. Það er hann sem á að ráða úrslit-
um. ... Ef túlkunardeilur kæmu upp ... þá er það enski textinn, mál
herraþjóðarinnar, sem á að ráða. (28.10.1986)
c. Helmingaskiptareglan blífur enn. ... Hún blífur enn og mun blífa
lengi, íhald framsókn. Þar mun það blífa. (21.12.1987)
I hlutlausu eða fremur jákvæðu hlutverki kemur orðið um 35 sinnum fyrir;
dæmi eru sýnd í (23).
(23) a. Þessi samningur blífur. í honum eru uppsagnarákvæði, það er rétt,
en hann blífur, hann getur verið varanleg skipan í viðskiptasam-
skiptum okkar. (20.08.1992)
b. Við trúum því að á þann hátt náum við meiri árangri og við náum
þá árangri sem dugar og sem blífur. (05.11.2002)
Eftirtektarverð er stuðlaða orðatvenndin bókstafurinn blífur, sem getið var
hér að framan, en í þingskjölunum eru 12 dæmi um hana, í merkingunni
‘hið ritaða orð gildir, er óbrotgjarnt’ — oftar en ekki með fremur neikvæð-
um eða háðslegum blæ. Dæmi eru sýnd í (24).
(24) a. þó að okkur þyki lítið til svona formsatriða koma við afgreiðslu
máls þá gildir það að bókstafurinn blífur. (09.03.1977)
b. Framhaldið fer eftir okkur öllum. Þar má bókstafurinn ekki blífa
ofar mannlegum þáttum. (24.11.1981)
Elsta dæmi um þessa orðatvennd, mér kunnugt, er sem fýrr segir úr rit-
§erð eftir Halldór Laxness frá 1955 (sjá dæmi (25b) hér að neðan). Ekki
hefur verið leitað sérstaklega að þessu orðalagi en vel kann að vera að Hall-
dór notist þar við eldri fýrirmynd.
Fróðlegt er að rifja upp umsögn málfræðingsins Valtýs Guðmundsson-
ar (1860—1928) um sögnina í Islandsk Grammatik, en hann segir þar að
hún sé „gaaet af Brug, men alm. i 16.-18. Aarh.“ (1922:125). Ljóst er að slík
lýsing á ekki vel við nú þó að notkunarsvið sagnarinnar sé vissulega tak-
markað. Ritmálssafn Orðabókar Háskólans hefur engin dæmi frá dögum
Valtýs; af 48 skráðum dæmum eru 37 frá því fyrir 1800, þrjú eru frá fýrri
hluta 19. aldar eða miðri þeirri öld en næstu dæmi eru frá miðri 20. öld og
síðar (um heimildir sjá Orðabók Háskólans, Ritmálssafn):
(25) a- Mín jómfrú blífur — mín jómfrú (Halldór Kiljan Laxness, Hið
Ijósa man, 1944)