Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 108

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 108
io6 Veturliði G. Óskarsson 3.5 Steinsbiblía 1728 ogþýðingjóns Vídalíns um 1710 Biblía Steins biskups Jónssonar kom út 1728, hin þriðja heildarútgáfa Biblí- unnar á íslensku. Hún hefur oft verið gagnrýnd og texti hennar talinn aft- urför frá fyrri biblíuútgáfum og málfar dönskuskotið.16 Það kann því að þykja athyglisvert að einnig hér er dæmum um blífa fækkað, og það umtals- vert. Að vísu hafa fimm dæmi, sem breytt hafði verið í Þorláksbiblíu, verið færð til baka í svipað horf og var í Nýja testamenti Odds (Jóh. 5.38, Jóh. 7.9, Jóh. 12.46., íÞess. 4.15 og íÞess. 4.17 (yfirblífum NtOG, efterblifum St.)) og hið sama á við um tvö dæmi sem breytt hafði verið í Nýja testamentinu 1609 (Lúk. 9.4 og Lúk. 10.7). Öðrum breytingum frá texta Odds er haldið (sums staðar hefur orðalagi að vísu verið hnikað til en aldrei í þá átt að sögn- in blífa sé tekin inn á ný) og 23 stöðum, sem áður höfðu verið óhreyfðir í Guðbrandsbiblíu, Nýja testamentinu 1609 og Þorláksbiblíu, er nú breytt.17 I Steinsbiblíu eru þvi eftir 84 af upphaflegum 124 dæmum Nýja testa- mentisins 1540 (án dæma í Lúthersformálum) um sögnina blífa og orð leidd af henni. Við þýðinguna var stuðst við þýðingu Jóns biskups Vídalíns á Nýja testamentinu en hann mun hafa þýtt það allt úr grísku um 1710 (Stein- grímur J. Þorsteinsson 1950:65 o.áfr., 68). Til stóð að það yrði gefið út en þýðingin brann mestöll, að sögn Hannesar Þorsteinssonar (1920:35—36), í Kaupmannahafnarbrunanum 1728. Þýðingin á bréfum Páls postula og Hebreabréfinu er þó varðveitt í handritinu Lbs. 189 fol.18 í Nýja testament- inu 1540 er í þessum bréfum að finna rúmlega 40 dæmi um blífa og afleidd orð.19 Athugun á texta Vídalíns leiðir í ljós að á 23 stöðum hefur sögnin blífa verið felld brott og í staðinn ýmist sett vera, verða, dvelja, vara, bíða eða um- orðað á einhvern hátt. A.m.k. 11 þessara textastaða eru síðan teknir upp í Steinsbiblíu, orðréttir eða umorðaðir, en nokkrir staðir í Steinsbiblíu, sem hafa orðalag án blífa, eru þó sjálfstæðir, t.d. dæmin í (16). lS Sjá Guðrúnu Kvaran 1990:39-40 og rit sem þar er vitnað til; Jón G. Friðjónsson I997:xxxiii. Sbr. einnig Guðrúnu Kvaran 1994. 17 Dæmin sem tekin voru hér að ofan í töflu 2 og töflu^ um breytingar í NU609 og Þorláksbiblíu duga til að sýna hvers kyns breytingar um er að ræða og verður því látið nægja að rekja textastaðina: Mark. 4.19, Jóh. 6.27, Jóh. 11.6, Jóh. 15.16, Post. 2.42, Post. 9.43, Post. 13.43, Post. 15.17, Post. 18.20, Róm. 3.4, Róm. 4.16, Róm. 11.4, íKor 3.14, lKor 16.6, 2Kor. 9.9, íTím. 4.16, íTím. 5.25, 2Tím. 4.20, Hebr. 1.11, Hebr. 6.16, Hebr. 7.24, Hebr. 10.34, Hebr. 12.27. 18 Það er hreinrit skrifara Jóns biskups en eiginhandarrit hans er varðveit í Lbs. 11—12 4to. 19 38 dæmi um blífa, tvö umyfirblífa og tvö um blífanlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.