Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 108
io6
Veturliði G. Óskarsson
3.5 Steinsbiblía 1728 ogþýðingjóns Vídalíns um 1710
Biblía Steins biskups Jónssonar kom út 1728, hin þriðja heildarútgáfa Biblí-
unnar á íslensku. Hún hefur oft verið gagnrýnd og texti hennar talinn aft-
urför frá fyrri biblíuútgáfum og málfar dönskuskotið.16 Það kann því að
þykja athyglisvert að einnig hér er dæmum um blífa fækkað, og það umtals-
vert. Að vísu hafa fimm dæmi, sem breytt hafði verið í Þorláksbiblíu, verið
færð til baka í svipað horf og var í Nýja testamenti Odds (Jóh. 5.38, Jóh. 7.9,
Jóh. 12.46., íÞess. 4.15 og íÞess. 4.17 (yfirblífum NtOG, efterblifum St.)) og
hið sama á við um tvö dæmi sem breytt hafði verið í Nýja testamentinu
1609 (Lúk. 9.4 og Lúk. 10.7). Öðrum breytingum frá texta Odds er haldið
(sums staðar hefur orðalagi að vísu verið hnikað til en aldrei í þá átt að sögn-
in blífa sé tekin inn á ný) og 23 stöðum, sem áður höfðu verið óhreyfðir í
Guðbrandsbiblíu, Nýja testamentinu 1609 og Þorláksbiblíu, er nú breytt.17
I Steinsbiblíu eru þvi eftir 84 af upphaflegum 124 dæmum Nýja testa-
mentisins 1540 (án dæma í Lúthersformálum) um sögnina blífa og orð leidd
af henni. Við þýðinguna var stuðst við þýðingu Jóns biskups Vídalíns á
Nýja testamentinu en hann mun hafa þýtt það allt úr grísku um 1710 (Stein-
grímur J. Þorsteinsson 1950:65 o.áfr., 68). Til stóð að það yrði gefið út en
þýðingin brann mestöll, að sögn Hannesar Þorsteinssonar (1920:35—36), í
Kaupmannahafnarbrunanum 1728. Þýðingin á bréfum Páls postula og
Hebreabréfinu er þó varðveitt í handritinu Lbs. 189 fol.18 í Nýja testament-
inu 1540 er í þessum bréfum að finna rúmlega 40 dæmi um blífa og afleidd
orð.19 Athugun á texta Vídalíns leiðir í ljós að á 23 stöðum hefur sögnin blífa
verið felld brott og í staðinn ýmist sett vera, verða, dvelja, vara, bíða eða um-
orðað á einhvern hátt. A.m.k. 11 þessara textastaða eru síðan teknir upp í
Steinsbiblíu, orðréttir eða umorðaðir, en nokkrir staðir í Steinsbiblíu, sem
hafa orðalag án blífa, eru þó sjálfstæðir, t.d. dæmin í (16).
lS Sjá Guðrúnu Kvaran 1990:39-40 og rit sem þar er vitnað til; Jón G. Friðjónsson
I997:xxxiii. Sbr. einnig Guðrúnu Kvaran 1994.
17 Dæmin sem tekin voru hér að ofan í töflu 2 og töflu^ um breytingar í NU609 og
Þorláksbiblíu duga til að sýna hvers kyns breytingar um er að ræða og verður því látið
nægja að rekja textastaðina: Mark. 4.19, Jóh. 6.27, Jóh. 11.6, Jóh. 15.16, Post. 2.42, Post.
9.43, Post. 13.43, Post. 15.17, Post. 18.20, Róm. 3.4, Róm. 4.16, Róm. 11.4, íKor 3.14, lKor
16.6, 2Kor. 9.9, íTím. 4.16, íTím. 5.25, 2Tím. 4.20, Hebr. 1.11, Hebr. 6.16, Hebr. 7.24,
Hebr. 10.34, Hebr. 12.27.
18 Það er hreinrit skrifara Jóns biskups en eiginhandarrit hans er varðveit í Lbs. 11—12 4to.
19 38 dæmi um blífa, tvö umyfirblífa og tvö um blífanlegur.