Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 37
35
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
(29) a. brestr þér áræði við þenna spellvirkja, sýniz oss svá, sem hvárr
forðiz annann. (HrGi 44.7 [1300-1325])
b. brestr þik áræði við spellvirkja þenna, ok sýnist oss svá, sem hvorr
ykkar forðist annan. (HrG2 135 [1700])
I forníslensku virðist þágufall því einhaft með þessari sögn, sbr. eftirfar-
andi dæmi:25
(30) a. áræði brast eyði | einlyndum, þótt mik fyndi | úti, orma setra, |
einn, vask eigi at beinni. (Gr 254 [1500])
b. Hiorleífi brustu lausa fe fýrer aurleika. (Hálf 172.1 [1450]; ONP)
c. en þó brestr þeim stundum vísdómrinn, þá er þeim liggr mest við.
(GHr 280.18 [1500-1525])
d. aungan tíma brestr howwm sín regla at drecka eínm^llt mod«r
sínnar briost hvem miduiku dagh ok fostu d(ag). (Holm perg. 16
4to 8v7 [1439—1448], Nikuláss saga erkibiskups)
e. þeim mun síðr vill hann af létta, ok þar kom sem þeim brast lýsi.
(Guðm 177.4 [1350-1365])
I ONP (bresta, 8 ,,impers.“) eru dæmi um þágufall með ópersónulegu
sögninni bresta úr norskum textum. Með persónulegu sögninni bresta
(ONP: bresta, 8), sem er sömu merkingar, er eitt forníslenskt dæmi með
þágufalli, sbr. (3ob). Það dæmi er því e.t.v. greint á annan hátt vegna þess
að með þágufalli er mynstrið þgf-nf og það er því ekki ópersónulegt eða
>,frumlagslaust“, sbr. hefðbundna setningafræði. Eftirfarandi norsk dæmi
sýna þessa hliðstæðu þágufallsnotkun:26
(31) a. ok innan firir ællughutigi marka forngildar er Aso fyrnæfdri brast
j hæiman fylgdh sina. (DN 4:280.31 [1351])
b. en firir þær tutughu merker, sem honom brustu þa j profuento
sina, batt sik oftnemfdr Jfuar vndir. at luka capitulo. (DN 4:249.
24 [1346]; ONP)
c. brester prestenom nokod j artidunum þa skulu arfuar fyræmfdrar
Asildar taka iordena after till sin. (DN 11:38.29 [1346])
25 I dæmi (3od) má sjá að afturbeygt eignarfornafn vísar til aukafallsliðarins innan
sömu setningar (skammdræg afturbeyging). í nútímamáli væri þetta tækt frumlagspróf þar
sem skammdræg afturbeyging er yfirleitt aðeins möguleg ef liðurinn sem vísað er til er
frumlag. í fornu máli er hins vegar fjöldi dæma um að afturbeygt fornafn í skammdrægri
afturbeygingu vísi til andlags, ólikt langdrægri afturbeygingu (sjá Eirík Rögnvaldsson
1996:63-64, Jóhönnu Barðdal og Þórhall Eyþórsson 2003:448-449).
26 Norsku dæmin hef ég aðeins gátað í DN, ekki í handritum.