Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 53
Tilbrigði í fallmörkun aukafallsfrumlaga
51
sögu sem þegar var minnst á, sbr. (i5b), er orðaröð mismunandi eftir hand-
ritum. Möðruvallabókartextinn (AM 132 fol.), sem sagan er oftast gefin út
eftir, hefur nf-þgf með líka en Kálfalækjarbók (AM 133 fol.) hefur aftur
á móti þgf-nf á sama stað í textanum:
(54) a. oc lijkadi þat ollum vel (AM 132 fol. 3^335-36 [1330-1370], Njáls
saga)
b. o/clikaði óllum þat vel (AM 133 fol. 5VI9 [1350], Njáls saga)
Eðlilegast er að túlka þessi tilbrigði á þann hátt að um sömu rökformgerð
sé að ræða í báðum dæmunum en að aðrar hömlur hafi gilt um stöðu frum-
lags og andlags að fornu. Þá þarf ekki að gera ráð fyrir að breyting hafi orð-
ið á sjálfri sögninni líka í íslenskri málsögu. Skiptisagnir og sagnir með
föstu þágufallsfrumlagi hafi þá haft formgerðina í (55b), sbr. (12) í kafla
2.2.
(55) a. [SL [NL þgf [y, líkar [NL nf ]]]] (fast þágufallsfrumlag)
b. [SL [NL nf [^, hentar [NL þgf ]]]] (skiptisögn með valfrelsi liða)
Með skiptiformgerð, fremur en skiptisögnum, er hægt að skýra mynstrið
þgf-nf og breytinguna þgf-nf -> þf/þgf-þf með því að notkunarsvið
þágufalls hafi þrengst og sé í nútímamáli nátengt skynjun á frumlögum
(sbr. kafla 2.1).40 Eiginlega þágufallsliði, þ.e. njótendur, hafi þá áður verið
hægt að nota kerfisbundið með sögnum sem uppfylla fyrrnefnd skilyrði
um hlutverkaskipti. Breytingar á notkun þágufalls fela því jafnframt í sér
takmörkun á skiptiformgerð.41 Þessa breytingu mætti skýra með tilvísun
40 Einnig mætti ímynda sér að við hlið skynjunarsagnar með mynstrinu þf-þf sé til
skiptisögn með mynstrinu þgf-nf. í nútimamáli væri sögnin svíða trúlega dæmi um slíkt,
sbr. e-m svíður e-<?NF ‘e-m sárnar e-ð’ með þágufalli andspænis e-n svíður (+FL) ‘e-r finnur
til (líkaml. sársauka)’ með þolfalli. Með mynstrinu þgf-nf/nf-þgf er mögulegt að benda á
fyrrnefnd hlutverkaskipti og merkingarhlutverk þágufallsliðarins er e.t.v. meira í ætt við
njótanda en reynanda. Mér vitanlega hefur svíða ekki fyrr verið tilnefnd sem möguleg
skiptisögn (sbr. t.d. Jóhannes Gísla Jónsson 1997—1998, Jóhönnu Barðdal 19990, 2001) en
1 mínu máli hegðar hún sér á sama hátt og skiptisögnin henta:
(i) a. Svíður þér (ekki) þessi gagnrýni? (þér = frumlag)
b. Svíður þessi gagnrýni þér (ekki)? (þessigagmýni = frumlag)
c. Mig svíður í fingurinn.
41 Að fornu er einnig margvísleg dæmi að finna um tegundir þágufalls sem ekki eru
mögulegar í nútimamáli eða sem lifa aðeins í tilteknum samböndum. Sjá til dæmis umfjöll-
un Nygaards 1905:98-128 um þágufall og athugun Skards 1951. Eftirfarandi dæmi sýnir
t.d. virkari notkun verkfærisþágufalls en í nútímamáli: