Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 112
no
Veturliði G. Óskarsson
þeirri um siðskiptatímana sem kennd er við Jón Gizurarson, skr. um 1593
og 1644/45 (46 prentaðar blaðsíður).
I ritgerðinni Lof lyginnar eftir Þorleif Halldórsson, skr. 1711—1713,
kemur einungis eitt dæmi fyrir í íslenska textanum, sem er 34 blaðsíður
prentaðar: „ef [þau] hefðu ... blifið fast við sannleikann" þ.e. ‘haldið sig við
sannleikann’ (Þorleifur Halldórsson 1915:8).
I Vídalínspostillu (1718) eru 36 dæmi um blífa og er sögnin þó hlutfalls-
lega mun sjaldgæfari þar en í Nýja testamentinu 1540, eða rétt um 0,01%
af heildarorðafjöldanum á móti 0,075% ' Nýja testamentinu.21 Flest dæmi
Vídalínspostillu eru í dvalarmerkingunni, ‘vera áfram’ o.s.frv., þar af 15 um
orðalagið blífa í e-u, t.d. „Hvör sem blífur í mér“ (Jón Þorkelsson Vídalín
1995:224), 4 um blífa hjá e-m, t.d. „hann mun blífa hjá yður“ (s.r.:433), 12
um blífa eitt og sér í slíkri merkingu, t.d. „þar fyrir blífur yðar synd“
(s.r.:24), „Ef það er gott, það blífur, ..." (s.r.n^y); og loks 3 um blífa stöð-
ugur, t.d. „það orð blífur ævinlega stöðugt“ (s.r.:453). Tvö dæmi eru e.t.v.
um merkinguna ‘verða’: „Sá sem ekki trúir syninum, hann mun ekki sjá
lífið, heldur blífur Guðs reiði yfir hönum“ (s.r.:436) og „enginn kann út af
þessu lausnarans orðatiltæki að reikna til nokkurrar verðskuldunar hjá
Guði, heldur blífur hið sama sem Páll segir, að allur heimurinn verði lög-
fallinn fyrir hönum“ (s.r.:22Ó). Eitt dæmi er um lo. blífanlegur („hafa
hvörgi blífanlegan samastað“ s.r.:82). Engin dæmi er þar að finna um af-
leidd orð með forlið eða forskeyti (forblífa, eftirblífa, yfirblífa). — Flest
dæmin, eða 19, eru um 3.p.et.nt.fsh. blífur, sex dæmi eru um 3.p.et.nt.vh.
blífi, tvö um 3.p.ft.nt.fsh. blífa, tvö um 2.p.et.nt.fsh. blífur, fimm um nafn-
hátt og tvö um lýsingarhátt nútíðar. Engin dæmi eru um sögnina í þátíð
eða lýsingarhætti þátíðar.
I þýðingu Jóns Olafssonar úr Grunnavík (1705—1779) frá 1745 á
Nikulás Klím eftir Ludvig Holberg er að finna sex dæmi um sögnina, öll í
dvalarmerkingu (blífa við e-ð, blífa í e-ú), 3.p.et.nt.vh. blífi, í.p.et.þt.fsh. og
3-p.et.þt.fsh. bleif, nh. blífa (3 dæmi) (Jón Ólafsson úr Grunnavík 1948:67,
68, 88, 95,102, 244).22 Leit í nokkrum öðrum útgefnum verkum Jóns, þ.e.
Relatio af Kaupinhafnarbrunanum ... 1/28 og dagbók Jóns 1725-1731,
Fiskafmði frá 1737 og Hagþenki frá 1737,23 leiddi engin önnur dæmi í ljós.
Alls eru rannsakaðir textar um 470 prentaðar blaðsíður í útgáfunum.
21 Ég þakka útgefendum Vídalínspostillu (1995) fyrir veittan aðgang að tölvutækum
texta. Textinn er rúmlega 356 þúsund orð skv. talningu.
22 Sbr. Orðabók Háskólans. Textasafn. — Um þýðinguna hefur útgefandi þau orð að
orðfærið sé „viða illa íslenzkt" (l948:XVI) og „mjög dönskuskotið" (1948:315).
23 Ég þakka útgefendum þessara rita Jóns Ólafssonar fyrir veittar upplýsingar.