Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 162
i6o
Margrét Jónsdóttir
næst á undan viðskeytinu) aftur /í, i, e, ei, æ/, rétt eins og í -sli-orðunum.
Séu rótarsérhljóðin hins vegar uppmælt eða kringd og frammælt enda
orðin aldrei (eða a.m.k. nánast aldrei) á -i, sbr. dæmi eins búr, lauf, pund,
rót, tákn, torg og tröll. Þessi samsvörun við dreifingu -í//-myndbrigðisins
getur ekki verið tilviljun heldur bendir hún til þess að víxlin á milli -sl og
-sli séu í raun sama eðlis og „reglurnar“ um það (skyldubundna eða val-
frjálsa) -i sem getur skotið upp kollinum í fleiri hvorugkynsorðum. Hins
vegar er athyglisvert að þessi tiltölulega reglulegu hljóðfræðilegu víxl virð-
ast bundin við hvorugkynsorð og þannig skilyrt af kyni.
3.2 Um ást&ður breytinganna
Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvernig stendur á að til skuli vera eða
að til hafi verið tvímyndir orða sömu merkingar og þá jafnframt hvernig
þær hafi orðið til. Þar skal fyrst nefna það sem lesa má út úr orðum Hreins
Benediktssonar (2002:351), þótt ekki sé það sagt berum orðum, þar sem
hann leitar skýringa á því að orð eins og t.d. hzr, nest og reip urðu hzri, nesti
og reipi, enda má kalla það raunverulega hliðstæðu.18 Að mati Hreins er
ástæðunnar að leita í beygingarlegu samfalli: Tiltekin form gefi tilefni til
tvíræðrar túlkunar. Skoðun hans byggist á samfalli orðmynda. Dæmi um
það er t.d. þágufall eintölu eins og vígi og smyrsli. I slíkum tilvikum er ekki
hægt að sjá hvort nefnifallið er víg eða vígi, smyrsl eða smyrsli.
Áðurnefndar athuganir á hvorugkynsorðum í heild benda þó til þess að
beygingarlegt samfall geti ekki sagt alla söguna. Orð eins og latri, nesti og
reipi annars vegar og ótæku (ófinnanlegu) nefnifallsmyndirnar *búri,
*laufi, *torgi, *pundi hins vegar sýna að útkoman er bundin áhrifum rótar-
sérhljóðsins og því ekki eingöngu tengd beygingarlegu samfalli. Annars
hefðu þágufallsmyndir eins og búri, laufi, pundi, torgi átt að geta leitt til
þess að upp kæmu tvíkvæðar nefnifallsmyndir af þessum orðum, en um
það munu engin dæmi (sjá Margréti Jónsdóttur 2005). Það athyglisverða
er hins vegar að enda þótt skilyrðingarnar fyrir tilvist þessara tvíkvæðu
T-orða og -í//-orðmyndanna séu ekki alveg nákvæmlega eins þá eru þær að
hluta til hinar sömu eins og fram hefur komið. Það skal á hinn bóginn
tekið fram að með þessu er ekki verið að segja að upprunans geti ekki verið
að leita í beygingarlegu samfalli sem svo síðar hafi stokkast upp á þann veg
18 Hreinn Benediktsson (2002:351) segir að elstu öruggu dæmi um þessa breytingu
(a-stofn verður i'ð-stofn) séu frá miðri 16. öld og nefnir orðið nesti sem dæmi. Tekið skal
fram að Hreinn ræðir ekki sérstaklega um orð með -sl.