Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 118
n6
Veturliði G. Óskarsson
b. Ævi mannsins líður skjótt, en bókstafurinn blífur (Halldór Kiljan
Laxness, Dagur í senn, 1955)
c. Fallegu klappirnar austan á eyjunni huldar mold og grjóti og blíva
svo til næstu ísaldar (Matthías Johannessen, I kompaníi við allífið,
1959)
d. hvort sem þið talið um þetta lengur eða skemur, þá er það og blíf-
ur sannleiki (Jón Björnsson, Jómfrú Þórdís, 1964)
e. boðorðið blífur samt: meiri ræktun og stærri bú {Andvari 1967)
f. Það sem blífur í listaverki, þó einginn viti hvað höfundur þess
kann að hafa sagt sjálfur, er sú sýn hans sem hefur innblásið verkið
(Halldór Kiljan Laxness, Yfirskygðir staðir, 1971)
g. Örnefnið blífur, þótt veggjahleðslurnar séu jafnaðar við jörðu
(Arbók Ferðafélags Islands, 1972)
Sérstaklega eftirtektarvert er að þarna eru þrjú dæmi úr ritum Halldórs
Laxness og má að minnsta kosti bæta tveimur við, úr hinu sama samtali
Jóns Hreggviðssonar og Snæfríðar og fyrsta dæmið er hér að ofan (Hall-
dór Kiljan Laxness 1944:97):
Alt breytist nema mín jómfrú, sagði hann.
Ég hef verið manni gefin í fimtán ár, sagði hún. Vertu ekki með narra-
skap.
Mín jómfrú blífur, sagði hann.
Blíf ég, sagði hún.
Já, sagði hann. Mín jómfrú blífur — mín jómfrú.
Ekki hefur verið leitað sérstaklega í textum frá síðari helmingi 19. aldar og
fyrsta þriðjungi þeirrar 20. að dæmum um sögnina og er því ekki hægt að
segja með neinni vissu að hana sé hvergi að finna í frumsömdum ritum frá
þessum tíma. En ósennilegt er að Valtýr Guðmundsson hafi gripið ofan-
greind orð sín úr lausu lofti og sömuleiðis að dæmi um sögnina frá þessu
árabili hafi með öllu farið fram hjá orðtökufólki Orðabókar Háskólans.
Umsögn Valtýs ásamt aldursdreifingu dæma í Ritmálssafninu gæti því
bent til þess að aukin notkun hennar nú á dögum, sem og þrenging hlut-
verks og merkingar, eigi sér nýlegar rætur. Freistandi er að tengja þessa
auknu notkun sagnarinnar í nútímamáli við verk þekktra rithöfunda,
einkum Halldórs Laxness. Frekari rannsóknar er þó þörf til að skera úr
um þetta og verður slíkt að bíða betri tíma.