Vera - 01.07.1989, Side 23

Vera - 01.07.1989, Side 23
er mjög ríkt í konum á þessum aldri að þurfa að sanna sig á þessu sviði. Þær þurfa að sýna að þær geti leikið þetta hefðbundna kvenhlutverk — geti náð sér í mann, stofnað heimili, eignast börn o.s.frv. Á gelgjuskeiðinu þá uppgötvaði ég að það er ekkert verra veganesti út í lífið fyrir konu en að vera talin vel greind. Ég var sann- færð um að ég mundi aldrei ná að giftast, bæði vegna þess að ég var með gleraugu og eins vegna þess að mér var sagt að ég væri svo gáfuð. Ég gerði náttúrlega uppreisn gegn því og þráði að fá bara að vera svona heimsk ljóska. En það var jafnframt algjörlega vonlaust fyrir mig og þetta ruglaði mig geysilega í ríminu. En sem sagt, aðalástæðan fyrir því ég fór út í sam- búð og eignaðist börn var held ég þessi þörf fyrir að sanna mig og sýna að þetta gæti ég. Eins fannst mér ég vera búin að lifa lífinu, hlaupa af mér hornin og ætti ekkert eftir nema þetta. Mér fannst ég vera reynd kona með fortíö. Svo demdi ég mér út í pólitíkina. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur það alltaf þött sjálfsagður hlutur að hafa áhuga á þjóðfélagsmál- um. Aðallega var ég alin upp við það að vera mikill herstöðvaandstæðing- ur — Það var það veganesti sem ég fór með útí lífið. En annars hafði ég frekar óljósar hugmyndir um póltík. Ég þekkti ekki þessa verkalýðsbar- áttu, bændastelpa alin upp í sveit. Svo þegar ég fer að búa, vinna og basla, þá kviknaði áhuginn á pólitík út frá svona verkalýðssjónarmiði. Ég var ákeðin í því á þessurn árum að fara ekki út í frekari menntun og orðið menntamaður var með þeim verri skammaryrðum sem ég heyrði. Þessi ár voru blómatími hinna ýmsu pólitísku hópa sem grasseruðu alls staðar. Ég fór að vinna sem sóknar- kona á Kópavogshæli og fann mig í því starfi. Það var mikil upplifun fyrir mig því ég hafði sífellt fengið að heyra að ég væri ofviti og gæti ekkert verklegt. Ég fann að ég gat þetta vel og á sama tíma hugsað um heimilið. Ég var óttalega gamaldags og það hefur örugglega haft mikið að segja um að ég skyldi akkúrat aðhyllast þá pólitík sem ég gerði þá, þ.e. maóism- ann eins róttækur og dálítið gamal- dags kommúnismi og hann var. Upphaflega voru það hugsjónirnar í kringum menningarbyltinguna í Kí- na sem hrifu mig með. Þar var verið að gera eitthvað nýtt. Þar var verið að virkja fjöldann og rnaður hafði há- leitar hugmyndir um það hvernig maður vildi lifa fyrir fjöldann og með fjöldanum. Þetta var náttúrlega dálítið trúarkennt en ég reyndi nú samt alltaf að halda sönsum. Síðan harðnaði þetta út í hrein- Sígrún Huld meö börnunum, Hallgeröi, Óskari, Önnu og Inglbjörgu. „Síöan harðnaði þetta út í hrei- nan marx- lenínisma. Þá var það þessi harða skipulagning, þessi skilyrðis- lausi agi, hug- myndin um flokkinn og al- rœði öreiganna sem stjórnaði okkur og ekkert annað komst að. Okkar per- sónulega líf og hagir komu langt þar á eftir.” an marx-lenínisma. Þá var það þessi harða skipulagning, þessi skilyrð- islausi agi, hugmyndin um flokkinn og alræði öreiganna sem stjórnaði okkur og ekkert annað komst að. Okkar persónulega líf og hagir komu langt þar á eftir. Allt einkalífið var undirlagt og smátt og smátt fór að bera á mikilli þreytu og togstreitu. Við konurnar vorum iðulega að lenda upp á kant vegna þess að við gátum engan veginn staðið undir þessum absolút kröfum og sinnt heimilum og börnum á sama tíma. Þegar svo málin síðan þróuðust austur í Kína eins og þau gerðu, þá var mjög sjálfgert fyrir mig að hætta þessu — en þá var ég reyndar búin að fá nóg! Það má segja að í hjónabandinu hafi haldið áfram sömu móthverf- urnar. Maðurinn minn er ómennt- aður verkamaður sem alltaf hefur langað til þess að fara út í myndlist. Við vorum lengi með þá hugmynd að það ætti að gerast á einhvern hálf maóískan máta — ég veit ekki alveg hvernig — út á ökrunum í sveitunum? En alla vega litum við niður á þá myndlistarmenn sem færu bara í gegnum skólann og máluðu svo uppi í fílabeinsturni fjarri hinum vinnandi lýð. En við upgötvuðum það svo smátt og smátt í staðinn, að við vor- um komin út í það að þurfa að vinna 23

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.