Ritmennt - 01.01.1997, Síða 13
RITMENNT 2 (1997) 9-34
Ögmundur Helgason
Handritasafn
Landsbólcasafns
150 ára, 1846-1996
Landsbókasafn íslands var stofnað árið 1818, upphaflega kallað Stiftis- eða Stifts-
bóltasafn en Landsbólcasafn eftir 1882. Handritasafni var formlega komið á fót innan
þess árið 1846. Því var alla tíð haldið aðgreindu frá prentaða efninu og myndaði þess
vegna í vissum sltilningi sérstaka deild, þótt formleg deildaskipan væri elcki tekin
upp innan stofnunarinnar fyrr en árið 1962.
Forn menningararfur okkar íslendinga er að mestum hluta
fólginn í efni sem er handrita- eða bókakyns. Öllurn er
kunnugt um hina víðtæku handritasöfnun er fram fór hér á
landi, einkum á síðari hluta 17. aldar og framan af 18. öld, og hef-
ur fyrst og fremst verið tengd nafni Árna Magnússonar prófess-
ors í Kaupmannahöfn.
Stundum mætti ef til vill ætla, meðal annars af skrifum um
íslenska handritasögu, að Árni hafi rakað saman öllum þeim
efnivið sem hér var að finna meðal þjóðarinnar og eklcert orðið
eftir í landinu. En það er eklci alls lcostar rétt þótt hann hafi stað-
ið rösklega að verki. Að lílcindum hefði þá orðið það sem lcalla
mætti menningarhrun sem er fjarri sanni. Landsmenn héldu
áfram að nýta sér eigin arfleifð þótt það virðist í mismunandi
mæli á hverjum tíma, meðal annars með uppslcriftum eldri
handrita, aulc þess sem sífellt bættist við nýtt efni, jafnvel þeim
mun meira en áður að „bókfellsöld" var liðin en „pappírsöld"
gengin í garð og pappír miklum mun ódýrara efni til bóka- eða
bréfagerðar, þegar hér var lcomið sögu.
íslenskir fræðimenn sátu heldur ekki allir í Kaupmannahöfn.
Hér heima voru forn og ný fræði einnig stunduð af miklu kappi,
midroxjjr
pijnyníi: tSg baúhnm, iXeHtns Vntjtfú.
I f.íjtijUi t»icJ IjchíR bthUflnfíú £tTÍtn#,fhmli
vifltv: cfi j/n'oijúrtnt gttxnn, njana
nttirit qi ffídm gúndÍL. jj yjaln
htn ofi «nj yt'ijí'
{ctíu (!iwn (ktl öjj
i -j7" t í'V o
j fSrfii rtininz fJou jj:
! ■ X COiúnfÍ. x‘i
' fyj'tiil 'rjJÚlCuS (LzCfJi
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Titilsíða Passíusálmanna í
eiginhandarriti Hallgríms
Péturssonar frá 1659. (JS 337
4to)
9